Pistlar

Theodóra Listalín Þrastardóttir, 2. sæti á Heilbrigðisvísindasviði. Ég elska að vera ein í bílnum mínum með útvarpið í botni. Ég var á leiðinni heim eftir langan dag og Beyoncé var í útvarpinu. Það var nýfallin...

Árið 2016 undirritaði Háskóli Íslands samning við Reykjavíkurborg um uppbyggingu stúdentaíbúða við Gamla garð. Síðasta haust var útlit fyrir að hætt yrði við uppbyggingu á reitnum þar sem mikil gagnrýni kom fram, ...

Elísabet Brynjarsdóttir, oddviti Röskvu. Nú er rúmt ár síðan Röskva sigraði kosningar eftir átta ár í minnihluta í Stúdentaráði. Rauði þráðurinn í starfi Röskvu hefur ávallt verið jafnrétti allra til náms og he...

Pétur Geir Steinsson, oddviti Röskvu á Hugvísindasviði. Síðastliðið ár hef ég verið stúdentaráðsliði hjá SHÍ, og auk þess setið í sviðsráði Hugvísindasviðs. Hlutverk Stúdentaráðsliða er að reyna tala máli ...

Viðburðir

Facebook

Miðvikudaginn 14. mars nk. verður fundur og atkvæðagreiðsla vegna tilnefninga Röskvu í nefndir SHÍ í Lögbergi-102.

Samkvæmt lögum Röskvu skal kosið um fulltrúa Röskvu í nefndum Stúdentaráðs á sérstökum fundi á milli aðalfundar Röskvu og skiptafundar Stúdentaráðs.

Nánari upplýsingar um dagskrá fundarins verður aðgengileg hér í kvöld, mánudagskvöldið 12. mars, eftir fund Stúdentaráðs. Fundur Stúdentaráðs mun snúa að lagabreytingum, m.a um fjölda fastanefnda SHÍ. Því verður gert opinbert eftir þann fund hvaða nefndir þarf að kjósa í.

Hægt er að bjóða sig fram á fundinum sjálfum og því engin umsóknarfrestur. Umsóknir fyrir fundinn skal senda á roskva@hi.is.

Eins og er má finna nefndir SHÍ hér: www.student.is/nefndir_shi

Þeir tveir frambjóðendur sem hljóta flest atkvæði hljóta tilnefningu Röskvu í nefndir Stúdentaráðs. Þetta á þó ekki við í Náms- og kennslumálanefnd þar sem aðeins einn fulltrúi frá Röskvu tekur sæti í henni, en þá hlýtur sá einstaklingur sem fær flest atkvæði tilnefninguna.
Framboð skulu berast á netfang Röskvu: roskva@hi.is.

Atkvæðisrétt hafa allir félagsmenn skv. félagatali

Við bendum á 27. gr. í lögum Röskvu sem skýra framkvæmd kosninganna. roskva.hi.is/roskva/log-roskvu/
"Hver kjósandi hefur 1 og ½ atkvæði. Merkt er 1 við það framboð sem kjósandi vill gefa 1 stig og 2 við það framboð sem kjósandi vill gefa ½ stig. Stigahæsti frambjóðandinn er formannsefni Röskvu í þeirri nefnd sem átt er við. Óski enginn frambjóðandi eftir formennsku í nefnd skal ekki óskað eftir formennsku í nefndinni af hálfu Röskvu."
Ath mælt er með að lesa greinina í heild sinni

Ábendingar eða fyrirspurnir varðandi fundinn skal senda á Jónu Þóreyju oddvita Röskvu.
... See MoreSee Less

Fundur vegna tilnefninga Röskvu í nefndir SHÍ

March 14, 2018, 5:00pm - March 14, 2018, 8:00pm

Miðvikudaginn 14. mars nk. verður fund...

View on Facebook

Og hvað svo? Forgangsröðum loks í þágu geðheilsu stúdenta.

Bandalag háskólamanna (BHM) og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) bjóða háskólanemum á stefnumót í hádeginu mánudaginn 12. mars þar sem fjallað verður geðheilbrigði stúdenta og þá þjónustu sem er í boði fyrir stúdenta.

Elísabet Brynjarsdóttir formaður Hugrúnar og sviðráðs heilbrigðisvísindasviðs fer með erindi auk þess sem það verða pallborðs umræður með úrvalsliði fólks.
Þið viljið ekki missa af þessu!

Kynnið ykkur viðburðinn hér: Og hvað svo? Forgangsröðum loks í þágu geðheilsu stúdenta!
... See MoreSee Less

View on Facebook

Q - Félag Hinsegin Stúdenta / Q - Queer Student Association efnir til hinsegin kynfræðslu þann 16. mars kl. 20 að Suðurgötu 3.

Röskva hvetur alla til að kynna sér þetta óháð kynhneigð, kynvitund, kyneinkunum, og/eða kyntjáningu 🤩😍🤩😍🤩.

Hægt er að senda inn nafnlausar spurningar og þið getið nálgast viðburðinn og frekari upplýsingar hér: Hinsegin kynfræðsla // Queer Sex-Ed
... See MoreSee Less

🍆🍑Nú styttist óðum í þetta ky...

View on Facebook

Í gær opnaði geðfræðslufélagið Hugrún glænýja heimasíðu auk þess að herferðin #Huguð fór af stað, sem er ætluð til að vekja athygli á geðheilbrigði, fjölbreytileika geðsjúkdóma og þeim úrræðum sem sem standa til boða. Á heimasíðunni má finna viðtöl við 7 einstaklinga sem deila reynslu sinni af ólíkum geðsjúkdómum og geðröskunum. Að auki má þar nálgast allar helstu upplýsingar og fræðsluefni um geðheilbrigði og viðeigandi úrræði.

Hugrún er félag sem haldið er uppi af áhugasömum háskólanemendum sem brenna fyrir því að bæta vitneskju og umræðu um geðheilbrigði, útrýma fordómum og efla ungmenni.

Röskva fagnar þessu þarfa átaki og hvetur alla til að veita því athygli, en þetta er málefni sem varðar okkur öll.

Hugum að geðheilbrigði. Verum #Huguð.

www.gedfraedsla.is/
... See MoreSee Less

View on Facebook

Þann 16.mars ætla Röskvuliðar í vísó í Íslandsbanka. Mæting er klukkan 17:30 í höfuðstöðvar bankans í Norðurturni, við Smáralind, á 3.hæð.

Léttar veitingar verða í boði. Síðan klukkan 20:00 verður rúta í miðbæinn svo gamanið geti haldi áfram. Hlökkum til að sjá ykkur 🎉🎉🎉

Allir eru velkomnir með! Við erum með 60 sæti í vísndaferðina og 40 sæti í rútu þannig fyrstur kemur, fyrstur fær 😀

Skráning fer fram hér: goo.gl/forms/sLJE5sGoNBwie5bO2

ENGLISH BELOW
---------------------------------------------------------------

Students of the University of Iceland! We at Röskva would like to invite you to our science trip to Íslandsbanki the 16th of march. There will be snacks and drinks there.

The science trip will begin at 17:30 at the headquarters of Íslandsbanki in Kópavogur. It will end at 20:00 and then we will provide a bus down town.

Please sign up here:
goo.gl/forms/sLJE5sGoNBwie5bO2
... See MoreSee Less

Vísindaferð Röskvu í Íslandsbanka

March 16, 2018, 5:30pm

Þann 16.mars ætla Röskvuliðar í ví...

View on Facebook

Twitter

Jæja kids
@Gedfraedsla er með háskólasnappið um helgina og hef ég fengið til liðs við mig úrvalshóp af fólki sem ætlar að deila reynslu sinni.
Ég byrjaði á að deila minni reynslu hehe. Smá kvíðahnútur.
Fylgist með!

.@RoskvaRoskva sigraði í kosningum til Stúdentaráðs
https://t.co/5MqpLOcmvv

Sömuleiðis @Vakafls í lok dags snýst þetta um betri kjör stúdenta og magnað að sjá hversu margir eru til í að bjóða fram tíma sinn og kraft 👏

Kjósum raunverulega hagsmunabaráttu í dag. Kjósum Röskvu. Kjörstaðir eru opnir til kl. 18:00.

https://t.co/2IRUhS87PA

Fylgist með Röskvu á háskólasnappinu (haskolasnappid) í dag!☀ #roskvaroskva #roskvuseason

Instagram