Til hamingju stúdentar!

Röskva Pistlar

Árið 2016 undirritaði Háskóli Íslands samning við Reykjavíkurborg um uppbyggingu stúdentaíbúða við Gamla garð. Síðasta haust var útlit fyrir að hætt yrði við uppbyggingu á reitnum þar sem mikil gagnrýni kom fram, utan jafnt sem innan háskólans. Stúdentar áttu að sitja á hakanum, en það er ekki raunin í dag eftir mikla og ötula hagsmunabaráttu Stúdentaráðs. Ragna Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs og fulltrúi Röskvu í háskólaráði, fundaði stíft með forystu háskólans, borgaryfirvöldum og Félagsstofnun stúdenta um málið. Ákveðið var að fara sáttaleið og stofna samráðshóp. Ragna beitti sér fyrir því að fulltrúi nemenda myndi eiga sæti í þeim hópi, sem ekki …

Allt er pólitík

Röskva Pistlar

Elísabet Brynjarsdóttir, oddviti Röskvu. Nú er rúmt ár síðan Röskva sigraði kosningar eftir átta ár í minnihluta í Stúdentaráði. Rauði þráðurinn í starfi Röskvu hefur ávallt verið jafnrétti allra til náms og hefur síðastliðið starfsár einkennst af því. Árið var ekki laust við erfiðleika en eftir þennan lærdómsríka tíma eru stúdentaráðsliðar Röskvu þó allir sammála um eitt: málefnin eru það sem skiptir máli og við getum knúið fram raunverulegar breytingar sem hafa áhrif á náms- og lífsgæði stúdenta við Háskóla Íslands. Pólitík. Enginn lítur þetta orð sömu augum. Sumir segjast vera ópólitískir og aðrir telja orðið óvinsælt meðal ungs fólks. …