Háskólinn og loftlagsbreytingar

VefstjoriRoskvu Pistlar

Eitt stærsta vandamál 21. aldarinnar er hlýnun jarðar. Rannsóknir vísindamanna á hlýnun jarðar vegna gróðurhúsalofttegunda hafa leitt í ljós að hún er af manna völdum og að róttækra aðgerða sé þörf viljum við hægja á breytingunum sem eru nú þegar byrjaðar. Mikilvægt er að allir leggi sitt af mörkum, en sem stærsta menntastofnun og einn stærsti vinnustaður landsins á Háskóli Íslands að vera leiðandi í úrbótum í umhverfismálum. Stefna Röskvu í umhverfismálum er metnaðarfull og horfir til margra vinkla ógnarinnar sem síaukin losun gróðurhúsalofttegunda er. Stefnt er að minni matarsóun innan skólans með því að selja vörur á síðasta séns …

FS breytir reglum um framleigu stúdentaíbúða

VefstjoriRoskvu Pistlar

Röskva fagnar árangri! Jónas Már Torfason, fyrrum stúdentaráðsliði Röskvu og núverandi framkvæmdastjóri SHÍ, flutti tillögu um framleigu á stúdentaíbúðum í Stúdentaráði sl. vetur sem nú hefur komist til framkvæmda. Breytingar á úthlutunarreglum um framleigu á stúdentaíbúðum á stúdentagörðunum voru samþykktar en framleiga hefur áður verið óheimil. Nú verður í boði að sækja um leyfi til framleigu yfir sumartímann. Röskvu þykir þetta gleðileg tíðindi fyrir stúdenta og fagnar því þegar stefnumál Röskvu birtast í framkvæmd. Við vonum innilega að breytingarnar verði öllum til farsældar. Við teljum þær einnig vera gott dæmi um nauðsyn og mikilvægi hagsmunabaráttu stúdenta. Við höfum raunveruleg áhrif.

Stuðningsyfirlýsing Röskvu við SHÍ vegna LÍN

VefstjoriRoskvu Pistlar

Röskva tekur heilshugar undir með ályktun Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna úthlutnarregla Lánasjóðs íslenskra námsmanna 2018-2019. Vinnubrögð mennta- og menningarmálaráðherra voru óforsvaranleg líkt og fram kemur í bókun fulltrúa námsmanna í stjórn LÍN: “Stjórn LÍN fékk innan við klukku­tíma til þess að taka afstöðu til þeirra breyt­inga sem ráð­herra vildi gera á til­lögum stjórnar LÍN á úthlut­un­ar­regl­un­um. “ en bókunina má sjá í heild sinni hér: https://kjarninn.is/…/2018-03-31-lysa-yfir-vonbrigdum-med-…/ Þá eru sérstök vonbrigði að frítekjumark námsmanna standi enn í 930.000 krónum fyrir skatt. Það er óboðlegt að námsmenn megi ekki þéna meira en 930.000 krónur án þess að námslán þeirra skerðist. Þegar lágmarkslaun …

Slys og áföll mismuna ekki

VefstjoriRoskvu Pistlar

Theodóra Listalín Þrastardóttir, 2. sæti á Heilbrigðisvísindasviði. Ég elska að vera ein í bílnum mínum með útvarpið í botni. Ég var á leiðinni heim eftir langan dag og Beyoncé var í útvarpinu. Það var nýfallinn snjór úti og hálka, allt í einu byrjaði bíllinn minn að skrika og ég missti algjörlega stjórn. Þetta gerðist allt svo hratt, ég man ekki hvaða hraða ég var á, hvort ég hafi fengið höfuðhögg né hvað átti sér stað áður en ég missti stjórn. Bíllin klessti í grindverk en hélt áfram svo að snúast. Ég man bara að ég hugsaði að bíllinn myndi áreiðanlega …

Samþætt ábyrgð stúdenta og stofnana

VefstjoriRoskvu Pistlar

Helga Lind Mar, 2. sæti á lista Röskvu til háskólaráðs. Ég vil komast inn í háskólaráð. Ég trúi að ég hafi bæði reynsluna, þekkinguna og þrjóskuna til að standa með stúdentum, tryggja að hagsmunir þeirra heyrist og berjast fyrir því að Háskóli Íslands uppfylli betur þá samfélagslegu ábyrgð sem ég tel hann eiga að axla. Frá því að ég hóf afskipti af stúdentapólitík árið 2012 hefur viðhorf mitt snarbreyst. Raddir stúdenta eiga ekki bara að heyrast þegar réttindi þeirra sjálfra eru virt að vettugi, stúdentar geta og eiga að vera öflug samfélagsrödd sem krefjast samfélagsbreytinga. Sem stúdentar erum við stór …

Tryggjum fjölbreytileika innan tæknigeirans

VefstjoriRoskvu Pistlar

Laufey Þóra Borgþórsdóttir, oddviti Röskvu á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Jafnrétti og fjölbreytileiki er lykillinn að sterku samfélagi. Háskóli Íslands býður upp á öflugt og fjölbreytt nám í verkfræði og náttúruvísindum og hefur fengið mikið lof fyrir rannsóknir í þessum greinum. En ætli sviðið að halda áfram að vera samkeppnishæft á alþjóðagrundvelli er mikilvægt að: Nýstárlegum kennsluháttum sé gert hátt undir höfði og að kennarar og nemendur nýti sér þá tækni sem er í boði. Taka upp vendikennslu, sem er frábært skref í áttina að skilvirkara námi. Leggja meiri áherslu á hagnýt verkefni sem gætu verið beintengd atvinnulífinu, því þannig má …

Framapot og máttlaus barátta?

VefstjoriRoskvu Pistlar

Pétur Geir Steinsson, oddviti Röskvu á Hugvísindasviði. Síðastliðið ár hef ég verið stúdentaráðsliði hjá SHÍ, og auk þess setið í sviðsráði Hugvísindasviðs. Hlutverk Stúdentaráðsliða er að reyna tala máli nemenda í nauðsynlegum og oft gífurlega erfiðum baráttumálum sem snerta okkur jafnt nú sem og til framtíðar. Slík alhæfing kann að virka dramatísk í ljósi þess að stúdentabaráttan fær gjarnan á sig slæmt orð sem ómerkilegt framapot eða úrkynjuð, máttlaus og ofurkrataleg barátta sem skilar litlu sem engu. Þó talar reynsla mín, á liðnu ári, allt öðru máli. Valdefling nemenda, frá upphafi stúdentabaráttunnar hérlendis, er enn í fullum gangi. Þrotlaus barátta …

Búum í haginn fyrir komandi kynslóðir

VefstjoriRoskvu Pistlar

Sigurður Ýmir Sigurjónsson, oddviti Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði. Heilbrigði. Inn í þessu orði býr ótalmargt sem stendur okkur nærri. Heilbrigði til þess að vinna. Heilbrigði til þess að takast á við daglegar athafnir. Heilbrigði til þess að geta hlegið, brosað og átt góðan dag með ástvinum og fjölskyldu. Við á Heilbrigðisvísindasviði erum hér til þess að efla heilbrigði landsmanna og erum skjöldur á milli heilbrigðis og óheilbrigðis. Við getum verið stolt af því að menntunin okkar er góð og skilar af sér einstaklingum sem eru reiðubúnir til að takast á við hin ýmsu heilbrigðisvandamál sem upp geta komið á þessari litlu eyju. …