The Chilling Costs of Iceland: An International Student’s perspective

VefstjoriRoskvu Pistlar

by Eve Newstead. For a foreigner, and foreign student in particular, living in Iceland is startlingly expensive. When digesting the feedback forms of previous exchange students, Iceland stands out as the most unique but also as the most likely to break your bank. Cost of living day to day, we are warned, is steep. Even steeper though: the cost of accommodation. Due to the housing crisis the task of finding accommodation in preparation to move is both draining and frightening. Sites such as Rentmate and Housing Anywhere offer limited options that are all at ludicrous costs. Facebook groups are confusing …

Námið metið að verðleikum

Atli Elfar Helgason Pistlar

Háskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í hugvísindum og er eini skólinn hér á landi sem býður upp á hugvísindanám á öllum háskólastigum. Á Hugvísindasviði eru fjórar deildir en hver og ein þessara deilda hefur mikla sérstöðu. Það er sérlega brýnt að viðhalda þessari sérstöðu og gæta þess að fjölbreytileiki námsins skerðist ekki. Langvarandi undirfjármögnun Háskólans hefur og mun hafa áhrif á okkur öll en að óbreyttu getur Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu. Fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2017–2021 gerir ráð fyrir heildarútgjaldaaukningu til uppbyggingar ýmissa innviða samfélagsins en skilur háskólana algjörlega eftir. Íslenskir háskólar eru alvarlega undirfjármagnaðir …

Ólýðræðisleg vinnubrögð Stúdentaráðs

Atli Elfar Helgason Pistlar

Undanfarnar vikur hefur verið uppi umræða um ólýðræðisleg vinnubrögð innan Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Umræðan snýr að kosningu nemenda á fulltrúum sínum í æðsta ráð Háskóla Íslands, Háskólaráð. Fram til ársins 2014 var kosið um umrædda fulltrúa í almennum kosningum annað hvert ár. Um það er kveðið í reglum Háskóla Íslands. Þar stendur að „tilnefning fulltrúa nemenda [í Háskólaráð] skal vera í samræmi við niðurstöðu sérstakrar hlutfallskosningar sem fram fer í febrúar annað hvert ár. Kosnir skulu tveir aðalmenn og tveir varamenn til setu í háskólaráði til tveggja ára.“ Jafnframt stendur þar að „kosningarétt hafa allir skrásettir nemendur Háskóla Íslands“ og …

Hvers vegna eru ekki endurtektarpróf í sálfræði?

Atli Elfar Helgason Pistlar

Það hafa eflaust margir spurt sig að þessu. Ef svo óheppilega vill til að nemandi nái ekki lágmarkseinkunn á lokaprófi getur það haft í för með sér margvíslegar neikvæðar afleiðingar. Falli nemandi á prófi er deildum Háskólans heimilt að halda sérstök endurtektarpróf sem eru tekin samtímis sjúkraprófum. Sálfræðideildin nýtir sér ekki þessa heimild. Falli nemandi í prófi í sálfræðideild þarf hann að sitja námskeiðið aftur ári síðar, þetta seinkar útskrift um heilt ár. Þessi seinkun getur reynst dýrkeypt fyrir stúdentinn og samfélagið sem heild. Til dæmis myndi fall í tölfræði á fyrsta misseri hafa það í för með sér að …

Er Stúdentaráð bitlaust vopn í baráttu stúdenta?

Atli Elfar Helgason Pistlar

Kæri stúdent. Frá árinu 1988 hefur Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, boðið fram efnilegt og frambærilegt fólk á lista til setu í Stúdentaráði. Röskva hefur alla tíð lagt höfuðáherslu á jafnrétti allra til náms í hagsmunabaráttu sinni í þágu stúdenta og hefur sú stefna endurspeglast í þeirri vinnu sem Röskvuliðar hafa unnið af hendi innan Stúdentaráðs. Þær árlegu kosningar sem nú fara fram og úrslit þeirra munu því leiða í ljós hvers konar afl mun verða við völd í hagsmunabaráttu stúdenta næsta árið og hvaða áherslur munu þar liggja að baki. Stúdentaráð er baráttutæki sem sinnir hagsmunagæslu stúdenta og …

Spurt og svarað

Atli Elfar Helgason Pistlar

Nú standa eflaust flestir nemendur háskólans á öndinni. Spennan hefur fyrir löngu síðan læst sér í fólk og nú nálgast stundin óðfluga. Tryllingslegur spenningur liggur í loftinu því nú fer að líða að kosningum. Auðvelt er að sjá fyrir sér háskóla nemendur sem hafa vart stjórn á kæti sinni er þau lesa þessar línur, grípa blaðið líklega þéttingsfast og reyna að halda aftur af húrra hrópunum (því þau eiga sér víst stað og stund). Ef þú fyllist ekki slíkri kæti er hugsanlegt, í raun líklegt, að þú vitir einfaldlega ekki nóg um komandi kosningar. Það er sem betur fer lítið …

Umhverfis fasistinn

Atli Elfar Helgason Pistlar

„Is it too late now to say sorry umhverfi?“ Spyr ég sjálfa mig þegar ég hugsa til framtíðar umhverfismála við Háskóla Íslands. Með hækkandi Röskvusól á himni hef ég fulla trú á því að við verðum leiðandi í þessum málum. Háskóli Íslands er stærsta menntastofnun landsins og innan veggja hans finnst fólk sem er leiðandi á sínu fræðasviði í alþjóðasamfélaginu. Umhverfisstefna skólans er í dag heldur óljós og sama á við þegar horft er til Stúdentaráðs. Undanfarið hefur þó margt gott gerst sem gaman er að segja frá. Endurvinnslukerfið er til dæmis að fara í gegnum breytingar til hins betra (bíðið spennt) til að auðvelda …

Where are Ü now, nýr spítali?

Atli Elfar Helgason Pistlar

Í umræðunni um heilbrigðiskerfið undanfarið hefur bygging nýs spítala oft borið á góma. Staðsetning nýs spítala hefur verið rædd með tilliti til kostnaðar, aukins umferðarþunga, nýtingar gamalla bygginga og kostnaðar við óbreytt ástand. Það sem hefur hins vegar lítið verið rætt er mikilvægi tengsla Landspítalans við nemendur í Háskóla Íslands. Samkvæmt niðurstöðum könnunar Sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem gerð var á klínísku námi við Landspítala – Háskólasjúkrahús í haust voru aðeins 22% nemenda sammála því að aðstaða til verknáms væri við hæfi. Með aðstöðu er átt við alls kyns aðstöðu á spítalanum, allt frá búningsklefum nemenda til rýmis fyrir …

Tilgerðar-leikarnir

Atli Elfar Helgason Pistlar

Við lestur á útgefnum stefnuskrám fylkinganna tveggja verður ekki ljóst hvaða málefni það eru sem helst skilja fylkingarnar að. Í flestum efnum virðast markmiðin vera svipuð“ „Það er einn helsti veikleikinn á starfi [Stúdentaráðs] að umbjóðendurnir fylgjast illa með því sem þar fer fram.“ Þessar tilvitnanir hér að ofan gætu allt eins varðað umfjöllun um Stúdentaráðskosningar frá því í gær, en birtust reyndar árið 1988 í kosningaumfjöllun Morgunblaðsins þegar Röskva bauð sig fyrst fram, sameinuð úr tveimur stúdentafylkingum, gegn Vöku. Þannig að hlutirnir hafa þá ekkert breyst í tæp 28 ár? Auðvitað hefur Stúdentaráð breytt mörgu innan Háskólans og bætt hag …

Miskynjað af kerfinu

Atli Elfar Helgason Pistlar

Í sumar lagðist ég í það verkefni að kynna mér aðstöðu trans fólks, bæði innan heilbrigðiskerfisins og samfélagsins almennt. Eitt af því sem sló mig mest er að á ýmsum stöðum eru þessir einstaklingar rangnefndir og jafnvel miskynjaðir af kerfinu. Lánaþjónustur, bankar, apótek – og Strætó, til að nefna nokkur dæmi, fylgja því nafni sem bundið er við kennitöluna í þjóðskrá. Ómögulegt er að breyta því fyrr en eftir læknisfræðilegt mat og ferli sem tekur 18 mánuði í það minnsta. Það þola ekki allir það ferli eða hafa ekki enn klárað það svo víða miskynjar kerfið þau. Þannig er það …