Félagsvísindasvið

Frambjóðendur


Image

1.Róbert Ingi Ragnarsson – Stjórnmálafræði

Image

2. Tinna Líf Jörgensdóttir – Viðskiptafræði

Image

3. Viktor Örn Ásgeirsson – Lögfræði

Image

4. Lilja Guðmundsdóttir – Félagsfræði og viðskiptafræði

Image

5. Björn Ásgeir Guðmundsson – Hagfræði

Image

6. Isabel Alejandra Diaz  Stjórnmálafræði og spænska

Image

7. Elín Ragnarsdóttir -Félagsráðgjöf

Varafulltrúar


Image

Vaka Njálsdóttir – Hagfræði

Image

Svana Björg Eiríksdóttir – Stjórnmálafræði

Image

Sigurhjörtur Pálmason – Stjórnmálafræði

Image

Lenya Rún Taha Karim – Lögfræði

Image

Lea Birna Lárusdóttir – Félagsfræði

Image

Júlía Bríet Baldursdóttir – Mannfræði

Image

Gaukur Steinn Guðmundsson – Lögfræði


Stefnumál

Hvað er Búið að gera?

Próf tekin á tölvur

Stefna Röskvu var sú að koma á rafrænu prófakerfi til að stuðla að jafnrétti, svo nemendum væri ekki mismunað eftir rithönd. Það hefur nú verið innleitt og stefnt er að því í HÍ að prófhald verði rafrænt að fullu.

Prófnúmer

Loforð hafa verið gefin af stjórnvöldum skólans um að prófnúmer komist í notkun samhliða rafræna prófakerfinu.

Sófar

Sófum var komið fyrir í byggingum Odda eftir að forseti sviðsráðs lagði til að þægilegri setuaðstöðu yrði komið fyrir í byggingum sviðsins.

Könnun um sjúkrapróf og endurtektarpróf í janúar

Sviðsráð Félagsvísindasviðs stóð fyrir könnun um afstöðu nemenda til tímasetningar sjúkra- og endurtektarprófa. Afstaða nemenda var skýr en 68% nemenda vildu færa sjúkra- og endurtektarpróf vegna jólaprófa þrátt fyrir að álag myndi aukast á önninni og skólaárið lengjast. Nú er afstaða nemenda skýr og málið liggur hjá stjórnvöldum skólans.

Aukið samráð

Við stuðluðum að auknu samráði sviðsráðsmeðlima með því að leggja til að sviðsráð hittist innan 7 daga frá Stúdentaráðsfundum.

Nýnemadagar

Forseti sviðsráðs kynnti sviðsráðið á nýnemadögum grunnnema og framhaldsnema í ár auk þess sem fulltrúi jafnréttisnefndar kynnti jafnréttisstefnu og forvarnir um kynbundið og kynferðislegt áreiti og ofbeldi.

Fulltrúaráð

Er nú starfandi og var t.d. með í ráðum við mótun könnunarinnar um sjúkra- og endurtektarpróf.

Fjármögnun Félagsvísindasviðs

Röskva beitti sér fyrir auknum fjárframlögum til Félagsvísindasviðs á liðnu ári. Frá því að Röskva tók við fyrir tveimur árum hefur fjármagn verið aukið svo um munar.

Hvað erum við að gera?

Upptökur námsefnis og fyrirlestra

Leitað var til hagsmunafulltrúa allra deilda sviðsins til að fá hugmyndir um hvaða námskeið yrðu móttækileg fyrir breytingum á kennsluformi. Það mál er nú hjá kennslunefnd sviðsins og er farin af stað vinna til að breyta fyrirkomulagi stærri námskeiða þannig að fyrirlestrar verða teknir upp á næstu önn.

Hópavinnuaðstaða

Unnið hefur verið að því að fá sérstakt herbergi undir hópavinnuaðstöðu í byggingum Odda eða Gimla.

Hnappur á lesstofu í Gimli

Þrýst hefur verið á framkvæmdasvið HÍ að gera lesstofur í Gimli aðgengilegri. Hnappur sem mun gera hurðina sjálfvirka er loksins í pöntun.

Kynjafræði

Fyrir um 5 árum hófst erfitt verkefni á vegum Röskvuliða sem snerist um að gera kynjafræði að aðalfagi í grunnnámi. Verkefnið er í fullri vinnslu og ákveðinn áfangi er í augnsýn. Fyrirséð er að það verði hægt að útskrifast með gráðu sem framhaldsskólakennari í kynjafræði en það hefur ekki verið hægt hingað til. Það er mikilvægur hluti þess að gera kynjafræði að varanlegri námsleið innan HÍ.

Þjónustuborð

Sviðsráð Félagsvísindasviðs sendi inn beiðni um að þjónustuborðið í Gimli yrði bætt og tók þannig þátt í að ýta undir þá bót sem hefur orðið á þjónustu við nemendur sem er nú komin til að vera.

Endurskoðun kennslukannana

Dræm þátttaka hefur verið í kennslukönnunum og er endurskoðun á fyrirkomulagi og uppsetningu þeirra í fullri vinnslu til að bæta úr því.

Flokkun innan bygginga Félagsvísindasviðs

Í samstarfi við Umhverfis- og samgöngunefnd tóku röskvuliðar á Félagsvísindasviði sig til og aðstoðuðu við kennslu á flokkun og vitundarvakningu um hvernig ætti að flokka.

Sjúkra- og endurtektarpróf í janúar

Vinna við að koma málinu í gegn er í fullum gangi hjá stjórnvöldum sviðsins eftir niðurstöður könnunar sem framkvæmd var á árinu.

Hvað ætlum við að gera?

Aðstæður nemenda  

Röskva vill lagfæra innstungur innan bygginga Félagsvísindasviðs, sérstaklega á Háskólatorgi, og fjölga fjöltengjum. Þá ættu tómar stofur að vera gerðar aðgengilegar nemendum enn frekar.

Bætt lesrými

Nauðsynlegt er að skilrúm á lesstofum grunnnema í Gimli og á Háskólatorgi sé hækkað. Einnig þarf að bæta við borðum í Odda og á Háskólatorgi.

Almenn lögfræði og LÍN

Núgildandi fyrirkomulag LÍN veldur því að nemendur sem standast ekki lokapróf í Almennri lögfræði í jólaprófum fá ekki greidd námslán þar sem Almenn lögfræði er 18 ECTS einingar. Vegna einingafjölda Almennrar lögfræði er það oft eini áfanginn sem nemendur þreyta próf í um jól. Röskva mun beita LÍN þrýstingi til þess að veita undanþágu svo að nemendur sem þurfa að taka sjúkra- eða endurupptökupróf í Almennri lögfræði fái námslán og geti stundað nám sitt áfram.

Halda áfram að þrýsta á að upptökur fyrirlestra verði vani en ekki undantekning.

Auka gæði kennslu á sviðinu.

Halda áfram þeirri vinnu sem nú hefur hafist varðandi sjúkra- og endurtektarpróf og klára þá vinnu.

Þrýsta á það að ekkert verkefni eða lokapróf gildi meira en 60% af lokaeinkunn.

Að a.m.k eitt kaflapróf verði haldið í þeim áföngum þar sem lokapróf eru til þess að nemendur viti almennilega hvar þeir standa áður en haldið er í lokapróf

Bætt og virkari endurgjöf í verkefnum. Einkunn er ekki nóg til að segja nemendum hvað mætti betur fara, gagnrýni og útskýringar gagnast betur en eintómar tölur.

What has been achieved?

Exams on computers - One of Röskva’s policies was for exams to be taken on computers, in order to prevent any inequality based on students’ handwriting. This has already been implemented. The goal is for all exams to eventually be taken on computers.

Exam numbers - Promises have been made by school administrators to exclusively use exam numbers along with the electronic exam system.

Sofas have been placed in Oddi, since the president of the Board of the School of Social Sciences suggested more comfortable seating in the School’s houses.

A survey regarding the make up and retake exams in January - The Board of the School of Socials Sciences made a survey to discover students’ attitude towards the timing of make up and retake exams. Their stance was clear: 68% of students wanted to move make up and retake exams because of the Christmas exam period,  despite making the load on the spring semester heavier. Now, since students have made their wishes clear, the final decision lies with the School administration.

Better consultation - We encouraged better consultation within the Board of the School of Social Sciences by suggesting meeting within a week after a Student Council meeting.

Freshmen days - The president of the Board of the School of Social Sciences introduced the council on Freshmen days. The president of the Equality Committee also introduced the equality policy and preventions regarding sexual harassment and violence.

Representative Council - Is not up and running and helped for instance with making the survey regarding the make up and retake exams

Funding for the School of Social Sciences - Röskva fought for increased funding for the School of Social Sciences in the past year. Funding has increased immensely since Röskva took the reins two years ago.

What are we in the process of achieving?

Taping of lectures - We contacted every ombudsperson of the faculties to get information about which classes would be easily subjected to changes in teaching methods by taping lectures. It is now in the hands of the Teaching Committee, and they have started working towards making these changes.

Group work facilities - We’ve worked towards getting a special room for group work in Oddi or Gimli.

Door openings in reading rooms in Gimli - We’ve advocated for increased accessibility into the reading rooms of Gimli by having a button for automatic opening of the doors. Such a button has finally been ordered.

Gender studies - Röskva has been advocating for making Gender studies an undergraduate major. This project is in full swing, with it now being almost possible to graduate as a secondary school teacher in gender studies, which hasn’t been possible so far. This is an important step in establishing gender studies as a major within UI.

Service desk  - Members of the Board of the School of Social Sciences called for improvements of the service desk in Gimli, thus partaking in the advancement of services to the students, which are here to stay.

Rethinking the teaching surveys - Poor participation in the teaching surveys has led to the rethinking of the current layout; a currently ongoing process.

Recycling within the School’s buildings - In collaboration with the Environmental and Transportation Committee, Röskva’s members have helped in teaching recycling to students.

Make up and retake exams in January - Since the results of the survey, the Board of the School of Social Sciences have been hard at work to follow this through.

What do we intend to achieve?

Student facilities - Röskva wants to improve the outlets of the School’s buildings, especially at Háskólatorg, and increase the number of power strips. Further still, empty classrooms should be made more available to students.

Improved reading rooms - It’s necessary for the dividers between desks in reading rooms in Gimli and Háskólatorg to be raised. As well as increasing the number of desks in Oddi and Háskólatorg.

Legal Theory and the Student Loan Fund - Current rules of the Student Loan Fund inhibit law students that fail their Legal Theory course to get their student loans, since the course is 18 ECTS. Because of the number of ECTS, the Legal Theory exam is often the only exam taken during the Christmas exam period. Röskva wants to pressure the Student Loan Fund to grant exemptions for students who need to retake or make up the exam can still get their student loans and continue with their studies.

Continue the pressure of mandatory taping of lectures.

Improving the teaching quality at the School.

Continue the work regarding retake and make up exams and see it through.

Apply pressure for no assignments or final exams to be more than 60% of the final grade.

At least one test during the semester for the courses with a final exam, so students know where they stand before the exam period.

Better and more active feedback for assignments. A grade is not enough to tell students what could be better; criticism and explanations are more beneficial than simply numbers.