Heilbrigðisvísindasvið

Stúdentaráðsliðar

Image

Brynhildur Kristín Ágeirsdóttir
Læknisfræði

Image

Salóme Sirapat
Hjúkrunarfræði


Varafulltrúar

Image

Þórhildur Hlín Oddgeirsdóttir
Sálfræði
(varafulltrúi Brynhildar)

Image

Jökull Sindri Gunnarsson Breiðfjörð
Sálfræði
(varafulltrúi Salóme)


Sviðsráðsliðar

Image

Brynhildur Kristín Ágeirsdóttir
Læknisfræði

Image

Salóme Sirapat
Hjúkrunarfræði

Image

Þórhildur Hlín Oddgeirsdóttir
Sálfræði

Image

Jökull Sindri Gunnarsson Breiðfjörð
Sálfræði


Stefnumál

Hvað er búið að gera?

Háma í Læknagarði stækkuð.

Sjálfsala hefur verið komið fyrir í Stapa eftir mikla vinnu Röskvuliða.

Barist fyrir auknu úrvali í matsölum Hámu á heilbrigðisvísindasviði. Vegan úrval hefur verið bætt til muna og er til dæmis oftar boðið upp á vegan súpu í Læknagarði. 

Könnun á upptökum á fyrirlestrum framkvæmd og þrýst á þróun í kennsluháttum.

Könnun á hinseginþekkingu stúdenta sviðsins framkvæmd og kynnt fyrir stjórn Sviðsins. Hinseginfræðsla er nú orðin hluti af þverfaglegum námskeiðum sviðsins.

Aukinn sýnileiki sviðsráðs og vettvangur skapaður þar sem nemendur geta sent inn nafnlausar ábendingar til sviðsráðs.

Eftir ötula baráttu Stúdentaráðs er loksins hætt að framkvæma tanngreiningar á fylgdarlausum hælisleitendum hjá tannlæknadeild. 

Aðkoma stúdenta við endurnýjun samnings LSH og HÍ um réttindi og skyldur nemenda í klínísku námi með áherslu á að hvíldartími sé virtur.

Hvað erum við að gera?

Stofnun Femínistafélags HVS er í fullum gangi og verður haldinn stofnfundur von bráðar. Jafnréttisnefnd HVS hefur einnig lýst yfir áhuga á samstarfi við femínistafélagið. Kvenfyrirlitningu, kynbundinni áreitni og karllægum viðhorfum þarf að útrýma. Einnig vill Röskva að kvenkyns vísindamönnum sé gert hærra undir höfði.

Kennslustundir séu markvisst teknar upp - Nú eru fyrirlestrar teknir upp að hluta í hjúkrunarfræði, læknisfræði og tannlæknisfræði. Upptökur í tímum eru mikið jafnréttismál þar sem ekki allir hafa færi á því að mæta eða fylgjast með í tímum af ýmsum ástæðum.

Flakk á milli bygginga hefur lengi verið eitt helsta hagsmunamál minni deilda á heilbrigðisvísindasviði. Stúdentar þurfa nú ekki lengur að koma sér á milli borgarhluta á 10 mínútum en enn er til mikils að vinna til þess að tryggja sem besta námsaðstöðu nemenda í minni deildum.

Endurtökupróf í janúar -  Sviðsráð HVS hefur farið með þetta á borð stjórnar HVS. Sviðráð FVS framkvæmdi könnun á árinu þar sem vilji nemenda kom skýrt fram.

Nemendanúmer hafa verið tekin upp alfarið í nokkrum deildum heilbrigðisvísindasviðs. Einungis á að styðjast við þau við próftöku og verkefnaskil í öllum deildum sviðsins til þess að tryggja sanngirni og hlutleysi gagnvart öllum nemendum og virða rétt þeirra til persónuverndar.

Halda áfram að þrýsta á að fjármagn fyrir nýrri byggingu Heilbrigðisvísindasviðs verði staðfest.

Hvað viljum við gera?

Jafnrétti kynjanna - Jafnréttisfræðsla á að vera skylda fyrir bæði stjórnsýslu og nemendur HÍ. Kvenfyrirlitningu, kynbundinni áreitni og karllægum viðhorfum þarf að útrýma. Einnig vill Röskva að kvenkyns vísindamönnum sé gert hærra undir höfði.

Kynlaust fagmál - Röskva telur mikilvægt að heilbrigðisstarfsmenn framtíðarinnar séu tilbúnir til þess að þjónusta alla skjólstæðinga sína af virðingu og án fordóma. Til að ýta undir það er mikilvægt að nemendum á sviðinu sé kennt kynlaust fagmál sem gengur ekki út frá gagnkynhneigðu regluverki, kynjatvíhyggju eða forræðishyggju gagnvart þeim sem er fötluð, hinsegin, með geðræn vandamál, glíma við fíknisjúkdóma eða eru af erlendu bergi brotin.

Meira vegan - Auka þarf vegan úrval í Hámu í Læknagarði og Eirbergi. Í Læknagarði er  einungis boðið upp á eina gerð af heitum rétt í hádeginu og er vegan kosturinn aldrei í boði. Röskva vill þrýsta á að bjóða oftar upp á vegan heitan rétt í hádeginu, en sá kostur hentar öllum. Röskva vill líka skoða möguleikann á að Háma í Eirbergi bjóði upp á heitan rétt í hádeginu auk þess að salatbar verði komið upp í Hámu í Eirbergi.

Launað verknám - Röskva vill berjast fyrir því að klínískt verknám í sé metið til launa sem og eininga. Mennta- og menningarmálaráðherra stefnir á að verknám kennaranema verði launað til þess að auka aðsókn í námið, og liggur því beint við að grípa einnig til þeirra aðgerða til þess að auka aðsókn í hjúkrunarfræði og aðrar greinar.

Jafnrétti fatlaðra - Röskva krefst þess að gerð sé aðgengisúttekt á byggingum sviðsins og aðgangur fatlaðra sé tryggður að námi og kennslustofum, þá má sérstaklega nefna Eirberg og Læknagarð. Röskva telur einnig nauðsynlegt að allar deildir, kennarar, stjórnsýsla og nemendur fái fræðslu um fötlunarfordóma og ableisma.

Hinseginmál - Við krefjumst þess að deildir innan Heilbrigðisvísindasviðs viðurkenni mikilvægi hinseginfræðslu. Hún sé aðgengileg nemendum og verði hluti af námskrá. Röskva ítrekar einnig mikilvægi þess að kennarar hljóti viðeigandi hinseginfræðslu, en það er mikilvægt til að stuðla að bættu námsumhverfi fyrir alla stúdenta, og gæti komið í veg fyrir fordóma.

Samgöngumál - Á meðan að framkvæmdir við LSH og Gömlu Hringbraut standa yfir er nauðsynlegt að tryggja að nemendur og starfsmenn geti enn nýtt sér með góðu móti strætó og hjóla- og gönguleiðir til þess að komast á milli háskólabygginga. Gönguleiðir við Eirberg og Læknagarð þarf að stórbæta, en gangandi vegfarendur eru ekki öruggir eins og staðan er núna. 

Veikindaréttindi nemenda í klínísku námi sé í samræmi við það sem er á Norðurlöndunum.

Lokapróf ættu ekki að vega meira en 80% af lokaeinkunn.

Röskva leggst gegn öllum fjöldatakmörkunum sem ekki stuðla að bættum gæðum náms. Núverandi fyrirkomulag í klásus í hjúkrunarfræðideild er óviðunandi og bæta þarf kennsluaðferðir og skipulag klásusanna.

Röskva ítrekar mikilvægi á endurmenntun kennara, ekki síst á heilbrigðisvísindasviði. Nemendur verða að geta treyst á að kennsla sé byggð á staðreyndum og góðum heimildum, og sé ekki lituð af skoðunum eða fordómum kennara.

Röskva vill að einingafjöldi í námi á heilbrigðisvísindasviði, sem og öðrum sviðum, sé í samræmi við álag í námi. Oft virðist sem ákvörðun um einingafjölda námskeiða á heilbrigðisvísindasviði sé ekki vel ígrunduð og hvetur Röskva til endurskoðunar á þessu.

Röskva vill að minni deildir innan heilbrigðisvísindasviðs, svo sem sjúkraþjálfun, lífeindafræði og geislafræði, verði gert jafn hátt undir höfði og hinum deildunum innan sviðsins. Sjúkraþjálfunarnemar sitja til að mynda marga tíma með læknanemum, en kennarar virðast oft og tíðum gleyma þeim. Kennslu á að miðla til allra nemenda sem sitja áfangann, ekki bara hluta þeirra. Prófsýningar eiga að vera haldnar í öllum námskeiðum. Krafa Röskvu er að kennarar auglýsi prófsýningar fyrir fram, í stað þess að nemendur þurfi að fara fram á þær.

Nýtt hús Heilbrigðisvísindasviðs verður byggt og stendur til að framkvæmdum ljúki árið 2026. Enn hefur þó ekkert komið fram í fjárlögum ríkisstjórnarinnar og vill Röskva halda málinu til streitu.

What have we achieved?

Háma in Læknagarður has been expanded. 

A vending machine has been placed in Stapi following the hard work of Röskva members.

We have fought for increased selection in Háma stores in the School of Health Sciences. Vegan selection has been drastically improved and vegan soup is offered more often in Læknagarður.  

An exploration of lecture recordings has been done and we have pushed for a further development of teaching methods. 

A survey of the queer knowledge of students of the School of Health Sciences was conducted and the results presented to the School Board. Queer education is now a part of the School's professional units.

Increased visibility of the School committee and a forum created where students can send anonymous suggestions to the School committee.

Following Stúdentaráð's campaign,  dental examinations for determining the age of unaccompanied refugees have been discontinued at the university.

Students' approach to the renewal of the contract between LSH and HÍ concerning the rights and duties of students in clinical studies with an emphasis on resting hours being respected.

What are we in the process of achieving?

The founding of HVS Feminist Society is in process and a founding meeting will be held soon. HVS Equality Committee has also described interest in collaboration with the Feminist Society. Sexism, sexual harassment and patriarchial attitudes must be eliminated. Röskva also wants female scientist to be recognised more. 

Lectures should be recorded - Lectures are now partly being recorded in the Faulty of Nursing, the Faculty of Medicine and Odontology. The recording of lectures is a matter of equality, as not everyone is able to attend lectures for various reasons. 

Travelling between buildings for different classes has been one of the major concerns of smaller departments of HVS. Students no longer have to travel between different parts of the city in 10 minutes but there’s still a lot of work to be done to ensure the best possible work environment for students.

Resit exams in January - The HVS School Committe has brought this matter to the HVS School Board. FVS School Committee conducted a survey this school year where the will of students was clearly demonstrated.

Student numbers have been completely taken into use in several faculties of the School of Health Sciences. They should solely be used in exams to ensure fairness and objectivity towards all students and respect their right to privacy.

Röskva wants to continue pressing for financial resources for the building to be confirmed.

What do we intend to achieve?

Equality lessons should be mandatory for the administration and students of HÍ. Also,  Röskva considers it important that an Feminist accociaton be founded within the school of Health Sciences. Röskva also wants female scientists to be more visible.

Gender neutral terminology -  Röskva considers it important that future health care employees are prepared to serve all their clients with respect and without prejudices. To push for that it is important that students of the School are taught gender neutral professional language does not assume heterosexual normativity and is free of gender binarism and prescriptivism towards those who are disabled, queer, have mental health struggles, battle addiction or foreign backgrounds.

Vegan options have to be increased in Háma in Læknagarður and Eirberg. In Læknagarður, only one variety of warm meal is offered at lunch and a vegan option is never available. Röskva wants a vegan warm meal to be offered more often at lunch, but that option is fit for everyone. Röskva would also like to explore the option of Háma in Eirberg offering a warm meal at lunch as well as a salad bar being placed in Eirberg.

Paid internship - Röskva wants to fight for clinical studies being evaluated as wages and ECTS units. Minister of Culture and Education plans for internships of Education students will be paid to increase numbers of students in the faculty. Therefore it seems obvious to also do the samt to increase the numbers of students in Nursing and other faculties.

Equality for disabled students - Röskva insists that access to the buildings of the School should be examines and access to education and classrooms for disabled students is ensured, Eirberg and Læknagarður can be specifically named. Röskva also believes it is necessary for all faculties, teachers, boards and students to be educated about ableism and prejudice towards disabled individuals.

Queer issues - We demand that faculties within the School of Health Sciences acknowledge the importance of queer education. It should be available to students and a part of the curriculum. Röskva emphasizes the importance of teachers getting appropriate queer education, but it is important to work towards an improved academic environment for all students, and could prevent prejudice. 

Transportation issues - While construction is underway at LSH and Old Hringbraut, it is important to ensure that students and staff can still easily utilize the bus services and bike- and walking ways to travel between university buildings. Walking ways near Eirberg and Læknagarður must be improved drastically, but pedestrians are not safe as the situation is currently. 

Sickness rights of students in clinical studies should be in accordance to the Nordic Countries.

Final exams should not weigh more than 80% of the final grade.

Röskva is against all restrictions on student numbers that do not purposely improve the quality of the education. The current arrangement of numerus clausus in the Faculty of Nursing is unacceptable and teaching methods must be improved as well as the arrangement of clausus.

Röskva emphasizes the importance of re-education of teachers, especially the School of Health Sciences. Students must be able to trust that their education is based on facts and good sources and is not imfluenced by the opinions or prejudices of teachers.

Röskva wants the numbers of ECTS units in the School of Health Sciences, as well as other Schools is appropriate in comparison with the work load of the studies. It often seems as though decisions about numbers of ECTS units is not well thought through  and Röskva encourages a re-evaluation of this matter.

Röskva wants smaller faculties within the School of Health Sciences, such as Physical Therapy, Radiography and Biomedical Sciences to be elevated to the same level as other faculties of the School. Physical therapy students often sit through many classes with medical students, but teachers seem to often forget them. Exam viewings should be held in every unit. Röskva demands that teachers advertise exam viewings beforehand, instead of students needing to request them.

A new building of HVS will be built and it is planned that construction will finish in 2026. Nothing has yet been confirmed in the government budget and Röskva wants to continue to put pressure on the matter.


Síðast uppfært 28. ágúst 2020