Heilbrigðisvísindasvið

Stúdentaráðsliðar


Image

1. Sigurður Ýmir Sigurjónsson –
hjúkrunarfræði

Image

2. Theodóra Listalín Þrastardóttir – sálfræði

Image

3. Krister Blær Jónsson – læknisfræði

Image

4. Guðný Björk Proppé – lyfjafræði

Varamenn


Image

Eyrún Baldursdóttir – hjúkrunarfræði

Image

Martin Sindri Rosenthal – sálfræði

Image

Guðrún Svanlaug Andersen – læknisfræði

Image

Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir – næringarfræði


Stefnumál


Hinsegin málefni á Heilbrigðisvísindasviði

Hinseginfræðsla er ekki hluti af grunnnámi neinna greina Heilbrigðisvísindasviðs, nemendur þurfa að sækjast eftir henni sjálfir. Sýnt hefur verið fram á að hún auki þekkingu á hinsegin málefnum meðal læknanema sem fá fræðslu í gegnum Ástráð, kynfræðslufélag læknanema. Hinseginfræðsla er mikilvægt tól til þess að bæta heilbrigðisþjónustu þar sem stór hópur skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins er hinsegin og hluti af hinsegin fólki þarf ævilanga meðferð.

Röskva krefst þess að:

→ Deildir innan Heilbrigðisvísindasviðs viðurkenni mikilvægi hinseginfræðslu
→ Hinseginfræðsla sé aðgengileg nemendum
→ Kennsla á hinsegin málefnum verði hluti af námsskrá
→ Nemendum á heilbrigðisvísindasviði sé kennt kynlaust fagmál sem gengur ekki út frá gagnkynhneigðu regluveldi

Jafnréttisfræðsla
Jafnréttisfræðsla er skylda fyrir öll skólastig og er viðhöfð í grunn- og framhaldsskólum. Engin skipulögð jafnréttisfræðsla er enn á háskólastigi og krefst Röskva þess að úr því verði bætt. Með betri fræðslu og aðgengilegri upplýsingum má koma í veg fyrir fordóma og uppræta þá. Sömuleiðis í kjölfar #metoo byltingar og fjölmargra frásagna kvenna úr heilbrigðisgeiranum er ljóst að tækla þarf vandamálið strax í námi.

Röskva krefst þess að:
→ Jafnréttisfræðsla verði skylda fyrir stjórnsýslu og nemendur
→ Sviðsráð Heilbrigðisvísindasviðs kynni Fagráð Háskóla Íslands fyrir nemendum og þau úrræði sem standa í boði ef upp koma tilfelli um kynferðislega áreitni eða ofbeldi
→ Stofnað verði feministafélag innan sviðsins
→ Allar deildir, kennarar, stjórnsýsla og nemendur fái fræðslu um ableisma
→ Allar deildir, kennarar, stjórnsýsla og nemendur fái fræðslu um stöðu einstaklinga af erlendum uppruna í heilbrigðiskerfinu
→ Aðgangur fatlaðra að námi sé tryggður
→ Aðgangur fatlaðra að kennslustofum sé tryggður

Undirfjármögnun Heilbrigðisvísindasviðs
Háskólinn er verulega undirfjármagnaður og Heilbrigðisvísindasvið er þar engin undantekning. Háskólinn fékk nýverið aukið fjármagn í nýjum fjárlögum en það er einn liður af nokkrum í að rétta af hlut háskólanna.

Röskva krefst þess að:
→ Háskólinn ráðstafi fjármagni í hag nemenda og hlusti á kröfur nemenda
→ Reiknilíkan Menntamálaráðuneytis verði endurskoðað sem hefur staðið til í meira en áratug
→ Stúdentaráð beiti sér áfram í að tryggja fullnægjandi fjármögnun háskólakerfisins

Kennsluhættir
Góðir kennsluhættir ýta undir góðan árangur nemenda í námi og starfi. Mikilvægt er að efla kennsluhætti við Heilbrigðisvísindasvið og jafnframt að jafnrétti til náms sé tryggt.

Röskva krefst þess að:
→ Fjöldi stundakennara komi ekki niður á gæðum náms
→ Matskerfi um framgang starfsmanna við háskólann taki mið af gæðum kennslu og að kennsla fái meira vægi í matinu
→ Tekið verði upp gæðamat á kennslu
→ Reglum um góða starfshætti kennara við Háskóla Íslands sé fylgt
→ Farið sé af skynsemi í skipulagsbreytingar á námi og það sé gert í samráði við fulltrúa nemenda
→ Mentorkerfi fyrir nýja nemendur þar sem þeir eru undir handleiðslu eldri nemenda verði tekið upp í öllum deildum sviðsins
→ Lokapróf vegi ekki meira en 80% af lokaeinkunn
→ Kennarar setji námsefni og glærur inn á Uglu fyrirfram
→ Prófsýningar verði haldnar í öllum áföngum. Röskva krefst þess að kennarar auglýsi fyrirfram ákveðin dag þar sem prófsýning fer fram, í stað þess að nemendur þurfi að sækjast eftir því. Andúð kennara gegn prófsýningum á ekki að vera til staðar
→ Kennslustundir séu markvisst teknar upp
→ Kennslukannanir verði gerðar notendavænni og niðurstöður þeirra gegnsærri. Fulltrúi nemenda á að taka þátt í yfirferð þeirra og mikilvægt er að það sé tryggt
→ Allir nemendur eiga rétt á endurtökuprófum
→ Endurtökupróf séu haldin oftar. Það er hneisa að þurfa að bíða í marga mánuði eftir að taka endurtökupróf og getur valdið óþarfa álagi á nemendur.
→ Einingar eiga að vera í samræmi við vinnuálag
→ Sein einkunnaskil heyri sögunni til
→ Skyldutímar séu ekki lengur en til fjögur á virkum dögum
→ Fjarnám við hjúkrunarfræðideild verði skoðaður sem möguleiki við Háskóla Íslands
→ Eingöngu sé stuðst við nemendanúmer við próftöku og verkefnaskilum í öllum deildum sviðsins til þess að tryggja sanngirni gagnvart öllum nemendum og virða persónuvernd þeirra
→ Skólaárið í læknisfræði sé stytt og endi á sama tíma og í öðrum námsleiðum
→ Ekki séu haldin próf né kennslustundir um helgar
→ Settar séu skýrar reglur um munnleg próf
→ Kannaðar séu leiðir til þess að gera skiptinám aðgengilegra fyrir alla nemendur á sviðinu
→ Edx samningur sé nýttur við kennslu á Heilbrigðisvísindasviði

Klínískt nám
Heilbrigðisvísindasvið hefur þá sérstöðu að meirihluti nemenda við sviðið stundar klínískt nám við Landspítala og fleiri stofnanir. Huga þarf því ekki aðeins að hagsmunum nemenda innan veggja skólans heldur einnig innan veggja sjúkrastofnana.

Röskva krefst þess að:
→ Nemendur í klínísku námi hafi veikindaréttindi í samræmi við norrænar þjóðir
→ Skýrar, samræmdar reglur verði settar fram af sviðinu um klínískt nám
→ Sett verði þak á hversu margar klukkustundir í viku þú megir vera í verknámi og að hvíldartími nemenda sé virtur
→ Stofur í klíníska náminu hafi upptökubúnað sem hægt sé að styðjast við
→ Nemalaun verði aftur tekin upp í ljósmóðurfræði

Aðstaða á Heilbrigðisvísindasviði
Ýmsar deildir sviðsins eru dreifðar vítt og breitt um háskólasvæðið og út fyrir það. Aðstaða nemenda er sömuleiðis misjöfn. Einn af mikilvægum fylgifiskum háskólanáms er tengslamyndun milli deilda og því mikilvægt að deildir Heilbrigðisvísindasviðs séu samankomnar í eitt húsnæði.

Röskva krefst þess að:
→ Reykjavíkurborg og Vísindagarðar standi við loforð sín um byggingu sameiginlegs húsnæðis Heilbrigðisvísindasviðs og það dragist ekki á langinn
→ Nemendur fái aðkomu að hönnun nýrrar byggingar fyrir sviðið og að tryggð verða til dæmis sameiginlegur matsalur, sameiginleg lesrými, skrifstofugangur fyrir nemendafélög og fullnægjandi aðgengi
→ Nemendur við hjúkrunafræðideild fái að koma sínum kröfum skýrt til skila við skipulagningu á nemendarými í Eirberg
→ Háma í Læknagarði bjóði upp á heita rétti og grænmetiskosti
→ Gerð verði aðgengisúttekt á byggingum sviðsins
→ Sjálfsali verði tryggður í Eirberg og Stapa
→ Hollari kostir verði aðgengilegir í sjálfsölum sem eru nú til staðar
→ Háma minnki plastnoktun
→ Þeir sem eru með fjölnota kaffimál fái ódýrara kaffi
→ Endurkoma sófans á þriðju hæð í Læknagarði verði tryggð