Heilbrigðisvísindasvið

Frambjóðendur


Image

1. Eyrún Baldursdóttir- Hjúkrunarfræði

Image

2. Freydís Þóra Þorsteinsdóttir – Sálfræði

Image

3. Vigdís Ólafsdóttir – Læknisfræði

Image

4. Þórunn Egilsdóttir – lyfjafræði

Image

5. Arnaldur Gylfi Þórðarson – Hjúkrunarfræði

Varafulltrúar


Image

Athena Neve Leex – Sálfræði

Image

Brynhildur Ásgeirsdóttir – Læknisfræði

Image

Þorsteinn Markússon – Læknisfræði

Image

Ásdís Þóra Halldórsdóttir – Lyfjafræði

Image

Margrét Lilja Arnheiðardóttir – Lífeindafræði

Stefnumál


Hvað er búið að gera?

Háma í Læknagarði hefur verið stækkuð og býður nú upp á heita rétti og grænmetiskosti.

Ný nemendaaðstaða í Eirbergi hefur verið skipulögð í samræmi við kröfur nemenda hjúkrunarfræðideildar.

Nemalaun hafa aftur verið tekin upp í ljósmóðurfræði.

Fagráð HÍ um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi er nú kynnt á Nýnemadögum sem haldnir eru í janúar ár hvert. Mikilvægt er að halda áfram að kynna fagráðið vel til þess að nemendur viti hvert þeir geta leitað ef upp koma tilfelli um kynferðislega eða kynbundna áreitni eða ofbeldi.

Sófinn á 3.hæð í Læknagarði er kominn aftur.

Kennslukannanir hafa verið gerðar notendavænni og niðurstöður þeirra gagnsærri. Nú á fulltúi nemenda að taka þátt í yfirferð þeirra.

Matskerfi um framgang starfsmanna við HÍ tekur nú mið af gæðum kennslu og kennsla fær meira vægi í matinu samkvæmt kennslustefnu komandi ára.

Gæðamat á kennslu hefur verið tekið upp og er í kennslustefnu komandi ára.

Hvað erum við að gera? 

Endurtökupróf í janúar -  Sviðsráð HVS hefur farið með þetta á borð stjórnar HVS. Sviðráðs FVS framkvæmdi könnun á árinu þar sem vilji nemenda kom skýrt fram.

Sjálfsali í Eirberg og Stapa - Meðlimir sviðsráðs HVS eru að vinna að því að fá sjálfsala í þessar byggingar.

Könnun um hinseginfræðslu verður send út í lok febrúar. Ljóst er að hinseginfræðslu til bæði kennara og nemenda við HÍ er ábótavant og er þessi könnun mikilvægur þáttur í því að bæta úr því.

Kennslustundir séu markvisst teknar upp - Nú eru fyrirlestrar teknir upp að hluta í hjúkrunarfræði, læknisfræði og tannlæknisfræði. Markmið Röskvu er að Heilbrigðisvísindasvið sé leiðandi í tæknivæddara námi og að kennslustundir séu teknar upp að fullu í öllum deildum. Upptökur í tímum eru mikið jafnréttismál þar sem ekki allir hafa færi á því að mæta eða fylgjast með í tímum af ýmsum ástæðum.

Flakk á milli bygginga hefur lengi verið eitt helsta hagsmunamál minni deilda á Heilbrigðisvísindasviði. Stúdentar þurfa nú ekki lengur að koma sér á milli borgarhluta á 10 mínútum en enn er til mikils að vinna til þess að tryggja sem besta námsaðstöðu nemenda í minni deildum.

Bætt geðheilbrigðisþjónusta er eitt helsta baráttumál Röskvu. Í byrjun síðasta árs fóru Rösvkuliðar, sviðsráð HVS og fulltrúar Félags Læknanema (FL) á fund með rektor og afhentu honum kröfur Röskvu um bætta geðheilbrgiðisþjónustu við Háskóla Íslands.  

Nemendanúmer hafa verið tekin upp alfarið í nokkrum deildum Heilbrigðisvísindasviðs. Einungis á að styðjast við þau við próftöku og verkefnaskil í öllum deildum sviðsins til þess að tryggja sanngirni og hlutleysi gagnvart öllum nemendum og virða rétt þeirra til persónuverndar.

Prófsýningar eiga að vera haldnar í öllum námskeiðum. Krafa Röskvu er að kennarar auglýsi prófsýningar fyrir fram, í stað þess að nemendur þurfi að fara fram á þær.

Fjöldi stundakennara komi ekki niður á gæðum náms - Betra utanumhald um stundakennara er nú að finna í stefnu HÍ21. Hjúkrunarfræðideild heldur nú fundi og námskeið með stundakennurum á hverri önn. Mikilvægt er að kennarar setji námsefni og glærur inn á Uglu fyrirfram.

Háma minnki plastnoktun -  Stúdentaráðsliðar Röskvu og skrifstofa SHÍ hafa unnið hart að því að FS leiti umhverfisvænni leiða.

Nýtt hús Heilbrigðisvísindasviðs verður byggt og stendur til að framkvæmdum ljúki árið 2024. Enn hefur þó ekkert komið fram í fjárlögum ríkisstjórnarinnar og vill Röskva halda áfram að þrýsta á að fjármagn fyrir byggingunni verði staðfest.

Hvað ætlum við að gera?

Jafnrétti kynjanna - Jafnréttisfræðsla á að vera skylda fyrir bæði stjórnsýslu og nemendur HÍ. Einnig telur Röskva mikilvægt að stofna femínistafélag innan sviðsins. Kvenfyrirlitningu, kynbundinni áreitni og karllægum viðhorfum þarf að útrýma. Einnig vill Röskva að kvenkyns vísindamönnum sé gert hærra undir höfði.

Kynlaust fagmál - Röskva telur mikilvægt að heilbrigðisstarfsmenn framtíðarinnar séu tilbúnir til þess að þjónusta alla skjólstæðinga sína af virðingu og án fordóma. Til að ýta undir það er mikilvægt að nemendum á sviðinu sé kennt kynlaust fagmál sem gengur ekki út frá gagnkynhneigðu regluverki, kynjatvíhyggju eða forræðishyggju gagnvart þeim sem er fötluð, hinsegin, með geðræn vandamál eða eru af erlendu bergi brotin.

Meira vegan - Auka þarf vegan úrval í Hámu í Læknagarði og Eirbergi.

Launað verknám - Röskva vill berjast fyrir því að verknám í hjúkrunarfræðideild og öðrum deildum sviðsins sé metið til launa sem og eininga. Mennta- og menningarmálaráðherra stefnir á að verknám kennaranema verði launað til þess að auka aðsókn í námið, og liggur því beint við að grípa einnig til þeirra aðgerða til þess að auka aðsókn í hjúkrunarfræði og aðrar greinar.

Lesstofur í Læknagarði - Eftir breytingar á lesstofum í Læknagarði hefur borðum fækkað úr 70 niður í 19 og er það skýlaus krafa Röskvu að úr þessu verði bætt.

Jafnrétti fatlaðra - Röskva krefst þess að gerð sé aðgengisúttekt á byggingum sviðsins og aðgangur fatlaðra sé tryggður að námi og kennslustofum. Röskva telur einnig nauðsynlegt að allar deildir, kennarar, stjórnsýsla og nemendur fái fræðslu um fötlunarfordóma og ableisma.

Hinseginmál - Við krefjumst þess að deildir innan Heilbrigðisvísindasviðs viðurkenni mikilvægi hinseginfræðslu. Hún sé aðgengileg nemendum og verði hluti af námskrá.

4.hæð Læknagarðs á að vera opin nemendum.

Samgöngumál - Á meðan að framkvæmdir við LSH og Gömlu Hringbraut standa yfir er nauðsynlegt að tryggja að nemendur og starfsmenn geti enn nýtt sér með góðu móti strætó og hjóla- og gönguleiðir til þess að komast á milli háskólabygginga.

Veikindaréttindi nemenda í klínísku námi sé í samræmi við það sem er á Norðurlöndunum.

Lokapróf ættu ekki að vega meira en 80% af lokaeinkunn.

What have we achieved?

Háma in Læknagarður has been renewed and now offers hot meals and vegetarian options.

The new student facility in Eirberg was designed with student’s demands in mind.

Students of obstetrician sciences now are paid student salaries.

The Professional Council on responding to gender-related and sexual harassment and other sexual violence of the UI is now introduced during Newcomers‘ Days in January. It is important that students know of the Council so that they know where to go if they witness or are victoms of sexual harassment or violence.

The sofa on the 3rd floor at Læknagarður is back.

Systematic assessments have been made more user-friendly and the results more transparent. Now a student participates in reviewing it.

An evaluation system of the progress of UI’s employees now takes in consideration quality of teaching and teaching has gained more weight in the evaluation of professors and other teachers at the UI.

What are we in the process of achieving?

Retaking exams in January – The HVS committee of the Student Council has brought this to the attention of the school’s administration.

Members of the HVS committee of the Student Council are working on getting a vending machines in Stapi and Eirberg.

A survey regarding queer education will be sent out in the end of February.

Now lectures are recorded in many departments of HVS and Röskva’s goal is that classes are recorded in all departments of HVS.

Travelling between buildings for different classes has been one of the major concerns of smaller departments of HVS. There’s still a lot of work to be done to ensure the best possible work environment for students.

Exam shows are to be held in every course. Röskva's demand is that teachers advertise shows of exams in advance, instead of students having to ask for them.

A new building for the School of Health Sciences will be built and operations are set to finish in 2024. Röskva wants to continue pressing for financial resources for the building to be confirmed.

What do we intend to achieve?

Equality lessons should be mandatory for the administration and students of HÍ. Also,  Röskva considers it important that an Feminist accociaton be founded within the school of Health Sciences. Röskva also wants female scientists to be more visible.

Röskva wants to fight for nursing students and other departments to be paid for their work in the hospital.

Agreement about sick leaves for clinical students must be coordinated and in line with the Nordic countries.

Gender neutral terminology -  Röskva considers it important that future health care employees are prepared to serve all their clients with respect and without prejudices.

Vegan options have to be increased in Háma in Læknagarður and Eirberg. There should be a salad bar in Eirberg.

The study room in Læknagarður – After changes were made in the study rooms tables have been reduced from 70 to 19. We want those tables back.

Queer issues – We demand that departments within HVS recognise the importance of education of queer matters. It is to be a part of the curriculum.

The 4th floor of Læknagarður and Himnaríki should be open for students.

It's necessary to ensure that students and employees are able to us environmentally friendly transportation while the new hospital is being built.