Hugvísindasvið

Stúdentaráðsliðar

Image

Katla Ársælsdóttir
Bókmenntafræði og ritlist

Image

Ingibjörg Iða Auðunardóttir
Íslenska

Image

Erlingur Sigvaldason
Heimspeki


Varafulltrúar

Image

Jórunn Rögnvaldsdóttir
Sagnfræði
(varafulltrúi Kötlu)

Image

Hákon Darri Egilsson
Íslenska
(varafulltrúi Ingibjargar)

Image

Jóna Gréta Hilmarsdóttir
Kvikmyndafræði
(varafulltrúi Erlings)


Sviðsráðsliðar

Image

Katla Ársælsdóttir
Bókmenntafræði og ritlist

Image

Ingibjörg Iða Auðunardóttir
Íslenska

Image

Erlingur Sigvaldason
Heimspeki

Image

Jórunn Rögnvaldsdóttir
Sagnfræði


Stefnumál

Hvað er búið að gera?

Vilji hugvísindanema fyrir upptökum á fyrirlestrum, þaki á vægi mætingar, lokaprófa og fleira var kannaður. Vilji nemenda hvað varðar upptökur var mjög afgerandi og vildu langflestir að allir fyrirlestrar yrðu teknir upp. Niðurstöður voru kynntar fyrir stjórn sviðsins og það fékkst í gegn að fjallað yrði um þær í kennslumálanefnd og kennarar hvattir enn frekar til að taka fyrirlestra upp.

Röskvuliðar í sviðsráði réðust í upplýsingaherferð til þess að vekja athygli nemenda á réttindum þeirra. Að mati sviðsráðs er besta leiðin til þess að réttindi nemenda séu virt að nemendur séu upplýstir um réttindi sín. 

Við kröfðumst þess við stjórn sviðsins að rafræna prófakerfið Inspera yrði innleitt sem allra fyrst. Það fékk góðar undirtektir og er enn frekari innleiðing þess fyrirhuguð.

Röskvuliðar sviðsráðs lögðu fram beiðni fyrir stjórn sviðsins um að upplýsingar um BA-ritgerðarskrif yrðu auðveldlega aðgengilegar undir BA-áfanga á Uglu. 

Sviðsráð hélt fjölsótt málþing sem fjallaði um framtíð hugvísinda og notagildi þeirra í samtíð og framtíð. 

Sviðsráð, skipað 80% Röskvuliðum, mætti á kennsluþing Hugvísindasviðs og talaði fyrir sínum áherslum, m.a. upptökum á tímum, upptökuprófum og fjölbreyttari kennsluaðferðum. 

Sviðsráð varð mun sýnilegra á samfélagsmiðlum þar sem t.a.m. upplýsingaherferðin var birt.

Sviðsráðsmeðlimir urðu aðgengilegri með því að gefa upp persónuleg netföng sín og hvetja nemendur til þess að hafa samband ef þeir vildu koma einhverju á framfæri.

Röskvuliðar í sviðsráði settu sig í samband við þau sem hafa umsjón með endurbótum á Árnagarði og hvöttu til þess að ráðist yrði í frekari umbætur. Einnig þrýstum við á að snagar yrðu settir upp í öllum kennslustofum Árnagarðs.  

Ásamt fleiri Röskvuliðum, stúdentaráðsliðum og No Borders Iceland var fjölmennt á mótmæli vegna tanngreininga HÍ á hælisleitendum.

Athygli var vakin á hugvísindum og nytsemi þeirra með stuttum viðtölum við hugvísindafólk sem hefur verið áberandi í samfélaginu á samfélagsmiðlum sviðsins. 

Árið 2018 voru allar námsgreinar hugvísindaviðs færðar upp um reikniflokk í deililíkani Menntamálaráðuneytisins og Háskólans. Það þýðir að fjármagn sem fylgir hverjum nemanda hækkaði umtalsvert og hækkaði heildarfjármagn hugvísindasviðs um rúmar 84 milljónir frá fyrra ári.

Hvað erum við að gera? 

Skýlaus krafa nemenda á hugvísindasviði, sem kom í ljós í áðurnefndri könnun sviðsráðs, um upptökur á fyrirlestrum er nú á borði kennslumálanefndar og munum við fylgja þeirri kröfu nemenda eftir.

Fyrirhuguð er aðgengisskoðun á Árnagarði á vegum sviðsráðs. 

Unnið er að því að að kanna hvort mögulegt sé að koma á lesrými fyrir grunnnema í Árnagarði.

Haldið verður áfram að gera sviðsráðið og Stúdentaráð sýnilegra fyrir nemendum sviðsins.

Ráðist verður í aðra  upplýsingaherferð um réttindi nemenda þegar nær líður að vorprófum. Slík herferð verður einnig endurtekin á næsta skólaári.

Hvað ætlum við að gera?

Haldið verður áfram að vekja athygli á vilja nemenda um upptökur á fyrirlestrum og þrýst á að brugðist verði við þeirri skýlausu kröfu nemenda að fyrirlestrar séu teknir upp. Sömuleiðis munum við brýna vilja nemenda um þak á gildi mætingar og vægi lokaprófa fyrir stjórn sviðsins.

Við ætlum okkur að viðhalda þrýstingi hvað varðar að upptökupróf verði tekin upp á sviðinu. Við teljum að mikilvægt sé að sömu reglur gildi um sjúkra- og upptökupróf á milli sviða en Röskva vill beita sér fyrir því að slík samræming eigi sér stað.

Efla á samtal milli nemenda hugvísindasviðs og sviðsráðs þess. Við teljum mikilvægt að vita hvað liggur nemendum sviðsins einna mest á hjarta og að nemendur finni fyrir því að hlustað sé á þá. Því er mikilvægt að efla samskipti, einnig svo að nemendur viti hver helstu verkefni sviðsins séu að hverju sinni.        

Í Árnagarði eru ýmis rými sem eru ekki nýtt til fullnustu og vill Röskva breyta því og nýta slík pláss undir lesrými fyrir nemendur í grunnnámi. Ýmislegt fleira þarf að bæta í Árnagarði og mun sviðsráð viðhalda sínum þrýstingi um endurbætur á byggingunni. 

Sömuleiðis vill Röskva að bókasafnið í Veröld verði gert að raunverulegu nemenda- og fræðslurými þar sem hægt verður að finna allar helstu bókmenntir og fræðirit sem tengjast hugvísindum ásamt þægilegri og afslappaðri námsaðstöðu.

Röskva vill efla félagslíf erlendra nema innan sviðsins. Til þess að ná því markmiði ætlum við að halda viðburð fyrir erlenda nema sviðsins, kynna þá fyrir starfi sviðsráðsins sem og efla tengsl við aðra nemendur hugvísindasviðs.                

Röskva ætlar að vekja athygli stjórnar hugvísindasviðs á því að kennsluáætlanir séu gjarnan ekki tilbúnar tímanlega. Munum við þrýsta á að því verði breytt sem allra fyrst.

Við munum halda áfram góðu samstarfi við Veritas, samstarfi sem miðar meðal annars að því að styrkja tengsl sviðsráðs og nemendafélaganna á hugvísindasviði.

What have we achieved?

Results from a survey on recording lectures were presented to the board of the School and went through discussion and delibiration in the education committee. 

We launched an informational campaign to bring student's attention to their right.

We demanded that Inspera be integrated into exams as soon as possible.

Information on B.A. thesis should be readily accessible.

We held a seminar on the future of the huminities and their contemporary and future utility.

Queer studies is now an interdisciplinary course available to students.

What are we in the process of achieving?

The will of students to have lectures recorderd is now on the table of the education committee. 

Accessibility audit is planned for Árnagarður.

We are looking into having a study room for undergraduate students in Árnagarður.

We are continuing to make the department resprentatives more visible to students in Árnagarður

We are continuing to make the department representatives more visible to students.

We are working towards another information campaign on student rights when spring exams draw near. 

What do we intend to achieve?

Röskva wants to continue bringing attention to the recording of lectures.

Continue the pressure to have retake exams in all departments.

Strengthen the connection between humanities students and their representatives. We believe it to be important to know what students want and they feel that they are being listened to. Thus, the dialogue must be strengthened, also so students know what their representatives are doing.

In Árnagarður there are many rooms and spaces not being used to the fullest and Röskva wants to improve it's usage and create a study room for undergraduate students. Many things have to be improved in Árnagarður and we want to keep the pressure on to reform and improve the building.


Síðast uppfært 28. ágúst 2020