Hugvísindasvið

Stúdentaráðsliðar


Image

1. Alexandra Ýr Van Erven – Enska

Image

2. Valgerður Hirst Baldurs – sagnfræði

Image

3. Vigdís Hafliðadóttir – heimspeki

Image

4. Anna Margrét Arnarsdóttir – bókmenntafræði

Varamenn


Image

Emil Gunnlaugsson – sagnfræði

Image

Grétar Þór Sigurðsson – listfræði

Image

Isabel Alejandra Díaz – spænska

Image

Sigríður Diljá Vagnsdóttir – íslenska


Stefnumál


Fjölbreyttari kennsluaðferðir
Röskva vill því beita sér fyrir því að kennarar taki upp fjölbreyttari kennsluaðferðir fyrir nemendur. Meðal annars vendikennslu og TAS verkefni sem geta aukið þátttöku nemenda í umræðutímum, ásamt því að stuðla að fjölbreyttari kennsluformum heldur en einungis fyrirlestrum.

Hinsegin- og kynjafræði innan Hugvísindasviðs
Hinsegin- og kynjafræði eru ekki einungis upplýsandi fyrir réttindabaráttur samtímans heldur einnig mikilvæg og nauðsynleg greiningartól fyrir fræðigreinar Hugvísindasviðs. Röskva vill því að stuðlað sé að aukinni vitundarvakningu á hinsegin- og kynjafræði við kennslu og rannsóknir á sviðinu.

Upptökur í tímum
Upptökur í tímum er mikilvægt réttindamál fyrir alla þá nemendur sem geta ekki sótt fyrirlestra af margvíslegum ástæðum. Að liðnu ári er málefnið komið í góðan farveg og vill Röskva halda því góða starfi áfram og reka málið endanlega í gegn.

Prófamál
Röskva vill að endurtektarpróf verði tekinn upp af meiri krafti innan Hugvísindasviðs. Einnig vill Röskva að nemendum standi til boða að taka skrifleg prófin á tölvu ef þess er óskað, eða öfugt. Röskva vill ásamt því koma í veg fyrir lokapróf þar sem vægið er yfir 70% og stuðla að því að prófsýningar verði gerðar aðgengilegri fyrir nemendur. Til viðbótar vill Röskva einnig ganga á eftir því að gömul próf séu aðgengileg á Uglunni.

Kennsluáætlanir
Röskva vill að kennsluáætlanir áfanga séu tilbúnar tímanlega og að allar breytingar í gegnum önnina séu gerðar í samráði við nemendur. Að sama skapi vill Röskva beita sér fyrir því að grundvallar námsefni sé eins aðgengilegt og mögulegt er, og í tæka tíða fyrir fyrsta tíma svo nemendur geti undirbúið sig fyrir önnina.

Kennslukannanir
Kennslukönnunum er oft ekki fylgt eftir og mikilvægar ábendingar skila sér ekki í réttar hendur. Röskva vill því auka eftirfylgni við kennslukannanir með því að gefa fulltrúum nemenda á deildar- og námsbrautarfundum aðgang að kennslukönnunum til endurskoðunar.

Stuðningsríkara og sýnilegra sviðsráð
Sviðsráðið er mikilvæg eining sem býr yfir mikillri þekkingu um námsumhverfið og þau úrræði sem standa til boða fyrir nemendur skólans. Röskva vill því gera sviðsráðið sýnilegra í gegnum aukið og varanlegt samstarf við nemendafélög, Veritas, deildar, námsbrautar- og sviðsfulltrúa. Eru áðurnefnd embætti og félög oft sameiginlegur kjarni nemenda við skólann. Sviðsráð getur aðstoðað nemendur t.a.m. þegar brotið er á réttindum þeirra við nám, en einnig við skemmtilegar tilbreytingar líkt og að undirbúa námsferð erlendis, ásamt auðvitað öðru almennu starf í þágu nemenda. Mikilvægt er að sviðsráðið beiti sér fyrir aukinni virkni þeirra og aðhald við nemendur og bæti þannig námsumhverfið til frambúðar.

Erlendir nemendur á Hugvísindasviði
Alltof oft er litið framhjá erlendum nemum á Hugvísindasviði. Íslenska sem annað mál er t.a.m. orðin ein af langfjölmennustu námsgreinum sviðsins. Enda eru erlendir nemar ekki einungis skiptinemar. Röskva vill því bæta námsumhverfi erlenda nema og bæði styrkja félagslíf þar sem slíkt er þarft og reiða fram þau úrræði sem eru í boði til að bæta námsumhverfi þeirra.

Veröld (Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum)
Veröld er táknræn gersemi sem skýtur sterkari stoðum undir tungumálakennslu við Hugvísindasvið. Röskva vill því rækta námsumhverfið sem nemendur eiga skilið í Veröld, og tryggja að þeir séu bæði velkomnir og að námsaðstaðan þar sé til fyrirmyndar.

Aðgengismál
Aðgengiskvíði er alltof algengur vandi meðal þeirra sem eru með líkamlega fötlun við Háskóla Íslands. Röskva vill því að aðgengi fyrir hjólastóla verði tryggt og að blindraletri og -línum verði komið fyrir svo aðgengiskvíði fyrir hugvísindanema geti heyrt sögunni til. Röskva vill stuðla að þessum breytingum í nánu samstarfi með einstaklingum sem slík aðgengismál varða.

Bættara nemendarými
Síðastliðið ár hefur sviðsráð aðstoðað Veritas með sameiginlega nemendarýmið, Baðstofuna, í Árnagarði. Rýmið hefur tekið mjög fljótum breytingum til hins betra á afar skömmum tíma. Áætlunin er að halda áfram því góða starfi og bæta við mun fleiri bókum í safnið, gera rýmið aðgengilegra öllum ásamt því að setja upp bókunarkerfi fyrir fundarherbergið.

Fjármál Hugvísindasviðs
Aukin fjárveiting til Hugvísindasviðs er gleðiefni. Þó verður að gæta þess að þeim pening sé ráðstafað með tilliti til aukinna gæða í kennslu og bætts námsumhverfis nemenda. Röskva vill beita sér fyrir því að rödd nemenda fái vægi í þeirri umræðu og hafi þannig bein áhrif á þróun sviðsins.