Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Frambjóðendur


Image

1. Laufey Þóra Borgþórsdóttir – vélaverkfræði

Image

2. Harpa Almarsdóttir – ferðamálafræði

Image

3. Númi Sveinsson – vélaverkfræði

Image

4. Melkorka Mjöll Jóhannesdóttir – rafmagns- og tölvuverkfræði

Varamenn


Image

Björg Bjarnadóttir – umhverfis- og byggingarverkfræði

Image

Magnea Haraldsdóttir – stærðfræði

Image

Fjölnir Brynjarsson – stærðfræði

Image

Dóróthea Magnúsdóttir – efnaverkfræði


Stefnumál


Kennsla í takt við tímann
Við lifum í samfélagi þar sem stöðug tækniþróun á sér stað. Kennarar þurfa að vera upplýstir um þær tækninýjungar sem koma fram á sjónarsviðið hverju sinni. Með betri tækni gefst möguleiki á því að færa námið í átt að vendikennslu, en þannig gefst meiri tími í umræður og hagnýt verkefni. Röskva vill jafnframt setja á fót kennsluverðlaun nemenda þar sem kennarar eru verðlaunaðir fyrir vel unnin störf.

Röskva krefst þess að:
- Kennarar sæki sér endurmenntun.
- Fleiri fyrirlestrar verði teknir upp en það stuðlar að jafnrétti til náms.
- Farið verði yfir niðurstöður kennslukannana með nemendum og að athugasemdir verði teknar til skoðunar.
- Boðið verði upp á að vinna fleiri verkefni í samstarfi við fyrirtæki og námsefni sé í takt við atvinnulífið.
- Nemendur fái umsagnir fyrir öll verkefni sem gilda til einkunnar.
- Boðið verði upp á prófsýningar án þess að nemendur þurfi sérstaklega að biðja um þær.

Betri stuðningur við nýnema
Að hefja nám við háskóla er stórt skref og því þarf að huga að góðum undirbúning og kynningu fyrir nýnema.

Röskva krefst þess að:
- Nýnemar fái góða kynningu á aðstöðu háskólans og þjónustu - svo sem á íþróttaaðstöðu, náms- og starfsráðgjöf, ókeypis hugbúnaði og sálfræðiþjónustu.
- Nemendum verði gerð grein fyrir réttindum sínum og hvert þeir geta leitað ef þeir telja á sér brotið.
- Nemendur fái fræðslu í jafnréttismálum í upphafi náms.
- Nýnemar hafi tækifæri til þess að sækja sér undirbúningsnámskeið í greinum sem þá skortir undirbúning í.

Betri nýting á aðstöðu og tækjum
Góð aðstaða er grunnur að öflugu námi. Aðbúnaður við hæfi er nauðsynlegur við verklegar æfingar og einnig að hann sé aðgengilegur nemendum við vinnu á eigin verkefnum.

Röskva krefst þess að:
- Grunnnemar hafi aðgang að lesaðstöðu í flestum byggingum Háskólans.
- Hópavinnustofur séu betur auglýstar til þess að nemendur geti notið góðs af þeirri aðstöðu er í boði.
- Betur verði haldið utan um þann verklega búnað sem er til staðar og hann sé uppfærður eftir þörfum.

Grænmetisfæði í Tæknigarð og Öskju

Úrval af vegan og grænmetisfæði í Hámu er mjög ábótavant. Allir nemendur ættu að geta keypt sér mat við sitt hæfi.

Röskva krefst þess að: 
- Háma í Tæknigarði bjóði alltaf upp á grænmetisrétt í hádeginu.
- Bætt verði við vegan matvörum í kæla.

Aukin umhverfisvitund

Mikilvægt er að nemendur og starfsmenn háskólans séu meðvitaðir um umhverfismál.

Röskva krefst þess að:
- Rafræn skil verkefna verði aukin t.d. í gegnum Gradescope, Moodle og Uglu.
- Flokkun sorps verði gerð skilvirkari og áltunnum bætt við.
- Gerður verði vettvangur fyrir stúdenta til þess að sameinast í bíla í skólann, svo sem í formi smáforrits.

Aukin jafnréttisvitund
Töluverður kynjahalli er innan Verkfræði - og náttúruvísindasviðs. Fjölbreytni eflir sviðið og mikilvægt er að hún sé höfð í huga þegar kynningarefni er gefið út.

Röskva krefst þess að:
- Kennarar fái jafnréttisfræðslu.
- Konur í verkfræði og náttúruvísindum verði gerðar sýnilegri. Þetta má framkvæma með því að fá sterkar kvenfyrirmyndir sem komnar eru út á vinnumarkað til þess að halda kynningu.
- Við svörun á kennslukönnunum séu nemendur hvattir til að fara varlega í athugasemdir og passað sé upp á að kyn kennara hafi ekki áhrif á umsagnir.

Tæknifræði

Málefni sem snúa að tæknifræði sem kennd er við Háskóla Íslands í húsnæði Keilis hafa lengi setið á hakanum. Þessu vill Röskva breyta og um leið viðhalda góðu samstarfi.

Röskva krefst þess að:
- Nemendur og kennarar við tæknifræði verði hafðir með í ráðum þegar ákvarðanir um málefni þeirra eru teknar.
- Skoðað verði hvort fulltrúar nemenda í tæknifræði geti fengið áheyrn í stjórn Keilis.
- Nám í tæknifræði verði gert sýnilegra á háskóladeginum og í kynningum háskólans.
- Mótuð verði stefna í aðstöðumálum nemenda í tæknifræði og að ný aðstaða verði fundin í staðinn fyrir þá sem tekin var undir flughermi.
- Loftræsting í kennsluálmu verði lagfærð.