Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Frambjóðendur


Image

1. Ásmundur Jóhannsson – Umhverfis- og byggingarverkfræði

Image

2. Aðalbjörg Egilsdóttir – Líffræði

Image

3. Jessý Rún Jónsdóttir – Iðnaðarverkfræði

Image

4. Salvar Andri Jóhannsson – Rafmagns- og tölvuverkfræði

Image

5. Sólveig Daðadóttir – Hagnýt stærðfræði

Varafulltrúar


Image

Rebekka Karlsdóttir – Líffræði

Image

Sigrún Birna Steinarsdóttir – Landfræði

Image

Kristinn Godfrey Guðnason – Tölvunarfræði

Image

Ásdís Erla Jóhannsdóttir – Tölvunarfræði

Image

Sara Ósk Þorsteinsdóttir – Hugbúnaðarverkfræði


Stefnumál


Hvað er Búið að gera?

Kvenfyrirmyndir í verkfræði og náttúruvísindum gerðar sýnilegri: Við héldum viðburðinn “Ryðjum veginn: Konur í vísindum og verkfræði”. Þar komu þrjár konur fram sem höfðu stundað nám í verkfræði- og náttúruvísindum, og eiga það allar sameiginlegt að vera framkvæmdarstjórar fyrirtækja, og sögðu frá sigrum og hindrunum á ferlinum.

Nemendaskápar í VR2: Í kjölfar þarfagreiningar sem framkvæmd var af sviðsráði þegar Röskva var í meirihluta (2017-2018).

Hjólaskýli fyrir utan VR2: Eftir 3 ára baráttu sviðsráðs VoN hefur hjólaskýli litið dagsins ljós.

Matarsjálfsali í Verkval: Sviðsráð kom fyrir matarsjálfsala í Verkvali.

“Hin fullkomna skólastofa”: Sviðsráð sendi frá sér tékklista þar sem farið var yfir hvaða atriði þyrfti að hafa í huga þegar væri verið að hanna nýja skólastofu eða uppfæra gamlar. Hann er nú þegar að nýtast samkvæmt sviðsforseta.

Tæknifræðin sýnilegri á háskóladeginum:  Tæknifræðin í Keili var með heila stofu þar sem sýnd voru verk nemenda, allt frá gervihendi til skittlesflokkara.

Samnýting bíla háskólanema: Röskva kom á fót Facebook hóp fyrir háskólanema þar sem hægt er að samnýta bíla líkt og var á stefnuskrá lista VoN fyrir síðustu kosningar.

Undirbúningsnámskeið fyrir nýnema: Á nýnemadögum var boðið upp á undirbúningsnámskeið í raungreinum þar sem nemendur gátu valið á milli upprifjunar á námsefni eða innsýn í nýtt efni eftir því hvar þeir væru staddir í faginu.

Aukin vitund stúdenta á hagsmunamálum: Sviðsráð hélt kynningu á kynningardegi nýnema sem og á nýnemadögum þar sem nemendum var gert grein fyrir hvert þeir gætu leitað með hvers kyns hagsmunamál stúdenta.

Skilvirkari samvinna: Nýtt kerfi þróað til þess að koma málefnum frá sviðsráði í ferli innan sviðsins.

Nemendur hvattir til þess að fara varlega í athugasemdir við svörun á kennslukönnunum. Fulltrúar í stjórn sviðsins áttu einnig í góðu samtali við sviðsforseta en hann er með okkur í liði og passar upp á að kynjagleraugun séu á þegar farið er yfir kennslukannanir.

Næturstrætó: Sviðsráð VoN lagði fram bókun á SHÍ fundi vegna mögulegrar niðurfellingar á Næturstrætó og vísaði málinu til umsagnar hjá Umhverfis- og Samgöngunefnd.

Flokkun sorps gerð skilvirkari: Á stefnuskrá Röskvu á VoN var að bæta við áltunnum. Þetta hefur verið leyst með öðrum hætti en málmur má nú fara í plasttunnurnar.

Verklagsreglur sviðsráðs VoN uppfærðar.

Jafnréttisfræðsla fyrir kennara:  Fyrstu námskeiðin voru í boði á haustmisseri 2018, við mikinn fögnuð sviðsráðs.

Hvað erum við að gera?

Aðgengis- og húsnæðismál í Háskólabíó: Sviðsráð, með ábendingar frá nemendum, tók saman atriði sem bæta þyrfti við Háskólabíó, bæði varðandi aðgengi fatlaðra og aðstöðu í fyrirlestrasölum. Búið er að leysa það sem hægt var að gera strax en á döfinni er heildstæð úttekt fagfólks.

Plöntur á lesstofur: Fyrir líflegra umhverfi.

Kennsluverðlaun nemenda: Nemendur verðlauna kennara sem þeim finnst hafa staðið sig vel. Reiknistofnun hefur útvegað okkur tól til þess að framkvæma þetta.

Samstarf við atvinnulífið: Boðið verði upp á að vinna fleiri verkefni í samstarfi við fyrirtæki og námsefni sé í takt við atvinnulífið.

Rafræn skil verkefna aukin: Mun að öllum líkindum gjörbreytast með innleiðingu á rafræna prófakerfinu Inspera.

Nemendur fái fræðslu í jafnréttismálum í upphafi náms: Sviðsráð talar fyrir því að fá félög á borð við Hugrúnu, Q-félagið og femínistafélag HÍ til þess að vera með kynningar í byrjun hvers námsferils.

Nýtt fyrirkomulag fyrir skipan fulltrúa stúdenta á Sviðsþing: Þetta er gert til þess að nýta betur þau sæti sem stúdentar hafa en þau fara oft til spillis með núverandi fyrirkomulagi.

Hvað ætlum við að gera?

Sjá til þess að upplestrafríi verði komið á aftur sem fyrst og því viðhaldið til framtíðar. Það að sleppa upplestrarfríi eykur verulega á álag stúdenta í prófum.

Bæta aðstöðu nemenda svo sem með nýjum sófum í VR-II, hækka hitann í Öskju og auka úrval af góðum stólum á lesaðstöðu nemenda, svo fátt eitt sé nefnt.

Að deildir sviðsins framkvæmi reglulega sjálfsmat á námsleiðum sínum til að námið sé í takt við nútímann og að gömlum og úreltum kennsluaðferðum sé ekki viðhaldið.

Að stundatöflur stofa verði aðgengilegar og að framtíðarstefna sé að allar deildir hafi sína stofu sem nemendur hafa alltaf aðgang að.

Að fyrirlestrar séu teknir upp og að upptökurnar séu aðgengilegar nemendum. Jafnvel mætti skoða það að dæmatímar séu teknir upp og efni þeirra sé alltaf aðgengilegt nemendum.

Að komið verði á fót hönnunarrými (e. design workshop) sem væri rými með ýmsum tækjum, verkfærum og tólum sem væru opin stúdentum. Hvort sem það væri fyrir verkefni í áföngum eða eigin verkefni og sköpun. Jafnframt ætti að nýta þau tæki sem til eru í Háskólanum og gera þau aðgengileg.

Taka burt kynjamerkingar á klósettum í VR-II, Tæknigarði og Öskju.

Meta verklegar æfingar og áfanga í samræmi við álag.

Þrýsta á að fjármagn verði aukið til rannsókna og þ.a.l. auðvelda nemendum og starfsfólki skólans að stunda rannsóknir og stuðla þannig að framþróun.

Auka úrval af mat í Hámu, Öskju og Tæknigarði, auka fjölbreytileika og fjölga vegan- og grænmetisvalmöguleikum.

Tryggja að áfram verði unnið að því að gera kvenfyrirmyndir í verkfræði- og náttúruvísindum sýnilegar fyrir nemendur sviðsins.

Að almennt aðgengi sé betra í húsakynnum VoN og þar sem kennsla á sviðinu fer fram. Hjólastólaaðgengi er ekki í öllum stofum og fyrirlestrasölum, það þarf að laga.

Við viljum að VoN verði leiðandi í þróuninni um rafræn próf þar sem þau munu vera nemendum til hægðarauka, svo sem í forritunarprófum.

Að tímarammi kennslutíma sé virtur sem og pásur, einnig að tekið sé tillit til tímans sem tekur nemendur að komast úr einni kennslustund í þá næstu.

What has been achieved?

Female role models in engineering and natural science have been made more visible: We hosted an event called “lets pave the way: Women in science and engineering.” Three women who had studied engineering and natural sciences, and all hold a CEO position, presented at the event and spoke of both their triumphs and barriers in their carriers.

Student lockers have been placed in VR-II: This was following a needs analysis that was carried out by the governing council when Röskva was in a majority position (2017-2018).

A cycle cover, outside of VR-II: After a three-year struggle the cycle cover has finally seen the light of day.

The vending machine in Verkval: The governing council placed a vending machine in Verkval.

“The Perfect Classroom:” The governing council issued a checklist about what should be kept in mind when designing a new classroom or improve old ones. The list has already been of good use.

A more emphasis on technics on University Day (Háskóladagurinn): The technics at Keilir had an entire classroom devoted to students’ work, from a prosthetic hand to a Skittles sorter device.

Students’ carpooling: Röskva established a Facebook group where it is made possible for students to connect and carpool their way to school, which was one of the issues in the manifesto of the governing council of the School of Engineering and Natural Sciences for last year’s elections.

A preparation course for newcomers: During Newcomers Days the school offered a preparation course in science where students were able to choose between a course on science revision or an introduction of new study materials.

An added awareness on students’ interests issues: The governing council had a presentation for newcomers during Newcomers Days where students were informed on where they should seek help with all sorts of interest matters.

A more efficient cooperation: A new system was developed to bring the matters of the governing council faster and more effectively into process.

Students have been encouraged to take teachers’ surveys with the upmost consideration.

The night bus: The governing council raised the issue that the night bus might be coming to an end.

Recycling has been made more efficient: Aluminium bins have been added on to Röskva‘s manifesto. This problem has now been fixed because aluminium can now go into the plastic bins.

Procedure policies within the governing council have been upgraded.

Equality education for the teachers: The first courses were in the fall semester of 2018.

What are we in the process of achieving?

Accessibility and the facility conditions in Háskólabíó: The governing council received tips from students about what could be improved at Háskólabíó, both regarding accessibility and overall conditions in the classrooms. Most of the issues that were easily fixed have been altered, but we are waiting for a specialist’s overall evaluation on matters concerning accessibility and facility conditions.

Putting plants into study rooms: For a vibrant environment.

Awarding teachers: Students reward those teachers they feel have done a great job.

Cooperation with the Icelandic labour market: The idea is that students can choose from a variety of cooperation projects for companies and that the curriculum is in correlation with the labour market.

That there will be an increase in electronic turn-ins of assignments: This is likely to increase with the implementation of the test program Inspera.

Students should get an education in equality matters at the beginning of their studies: The governing council wants Hugrún, the Q-Association and the University‘s Feminist Association to educate through presentations.

A new structure of the selection of representatives for the governing council’s congress: This is done in order to utilize those seats that have been available but are unused.

What do we intend to achieve?

Make sure that a revision holiday returns and stays for good. It increases students’ strain during exams to take away the revision holiday.

Improve the studying facilities with new sofas in VR-II, increase the temperature in Askja and have a better variety of good chairs at studying areas amongst other things.

Every faculty should execute a self-evaluation regularly so that the education is intact with modern teaching techniques.

Timetables for each classroom should be available. Röskva wants all faculties to have access to their own classroom, that is open at all times solely for students.

Classes should be recorded and always accessible for students.

We want to create a design workshop which would be a space that has all sorts of tools and materials that would come in handy for students. The workshop would be for both school projects and personal projects. In addition, the school’s tools and machinery that is being used today should be more accessible to students.

Remove labels that indicate which sex belongs to which lavatory in VR-II, Tæknigarður and Askja.

Evaluate vocational projects in correlation with their level of difficulty.

Put pressure on the University to increase capital that goes into research and at the same time assist students and school staff in conducting research.

Improve the variety of vegan and veggie options in Háma Askja and Háma Tæknigarður.

Ensure that female role models in engineering and natural sciences maintain their visibility within the School of Engineering and Natural Sciences.

That overall accessibility will be improved in the housing provided for the School of Engineering and Natural Science. Wheelchairs cannot access some of the classrooms.

We want the School of Engineering and Natural sciences to be a pioneer in the development of electronic testing, but that will certainly be of use when taking programming tests for example.

That teacher will respect the timetable and breaks. The time it takes students to transport from one classroom to the next needs to be taken into account as well.