Menntavísindasvið

Stúdentaráðsliðar


Image

1. Ágúst Arnar Þráinsson
tómstunda- og félagsmálafræði

Image

2. Thelma Rut Jóhannsdóttir
íþróttafræði

Varamenn


Image

Sigurður Vopni Vatnsdal Gíslason – grunnskóla- kennarafræði

Image

Margrét Steinunn Benediktsóttir –
grunnskóla-kennarafræði


Stefnumál


Staðlotur
Finna þarf lausnir á staðlotuvanda fjarnema. Sviðsráð Menntavísindasviðs ætti að vinna að því að finna ódýra gistingu fyrir fjarnema og tryggja þeim hagstæð ferðagjöld,  til dæmis í gegnum gistiheimili, rútufyrirtæki og flugfélög. Skipulag í staðlotum hefur verið harðlega gagnrýnt og viljum við í Röskvu fara lengra með þá gagnrýni og tryggja að fjarnemar þurfi ekki að vera lengur í staðlotu en þörf krefur.

Námsráðgjafa í staðlotu
Okkur í Röskvu finnst mikilvægt að stúdentar hafi greiðan aðgang að námsráðgjöf. Við viljum reyna að mætast á miðri leið og viljum berjast fyrir að fá námsráðgjafa í staðlotur. Þessi ósk okkar hefur oft verið rædd. Talað er um að nemendur muni ekki nýta sér þessa þjónustu en okkur langar að skoða stöðuna hjá okkar nemendum.   

Bætt lesaðstaða í Stakkahlíð
Mikill skortur er á almennilegri lesaðstöðu í Stakkahlíð. Erfitt getur verið fyrir einstaklinga að lesa í friði og aðstaða til hópavinnu er af mjög skornum skammti. Viljum við að lesrými í Stakkahlíð séu sambærileg þeim rýmum sem eru á Háskólatorgi. Til þess þarf m.a. að bæta Skúta til muna sem og að setja upp skýrari merkingar. Merkingarnar við Skúta eru villandi en aðstaðan er merkt sem lesrými fyrir hópa og einstaklinga. Við í Röskvu viljum hafa tvö aðskilin rými svo að stúdentar hafi tækifæri til þess að velja á milli rýma. Annað rýmið yrði að vera eingöngu fyrir hópavinnu og hitt fyrir einstaklingsvinnu. Einnig teljum við að hægt væri að gera vinnuaðstöðu notalegri með því að bæta við sófum og lömpum. Munum við berjast af krafti fyrir slíkum umbótum og stuðla þannig að betri vinnufriði í Stakkahlíð.

Aðgengi fyrir alla
Bæta þarf aðgengi inn í kennslustofur. Þungar hurðir og þröngir inngangar eiga að heyra sögunni til.
Staðan er þannig í dag að sumir nemendur geta ekki nýtt sér salernisaðstöðu í skólanum. Þetta þarf að laga. Stúdentar hafa sumir hverjir ekki getað nýtt sér salernisaðstöðuna í Stakkahlíð sem er algjörlega ólíðandi. Rætt hefur verið við stjórnendur um að koma þessu í lag en ekkert hefur breyst. Til að öllum stúdentum líði vel í skólanum er nauðsynlegt að klára þetta sem fyrst.

Örfyrirlestrar og viðburðir í Stakkahlíð
Það eru mjög sjaldan haldnir viðburðir í Stakkahlíð og það er eitthvað sem þarf að bæta.. Einnig er ýmis þjónusta á háskólasvæðinu sem vantar í Stakkahlíð og má þar nefna örfyrirlestra og alls kyns kynningar.  
Við í Röskvu viljum að stúdentar geti sótt örfyrirlestra í Stakkahlíð eða að þeim sé í það minnsta streymt beint á skjávarpa í stofu í Stakkahlíð.

Háma
Úrval á grænmetisfæði í Hámu í Stakkahlíð hefur aukist til muna, en það má alltaf gera betur. Meira úrval af grænmetis- og veganfæði er krafa samfélagsins í dag og fólksins í Röskvu að sjálfsögðu líka. Viljum við finna leiðir til að tryggja að auknir valmöguleikar standi vegan fólki til boða.

Aukinn aðgangur að neysluvatni
Núverandi fyrirkomulag á vatnsvélum er ekki nógu gott. Þegar lokað er í Hámu er lítið aðgengi að góðu neysluvatni. Þessu vill Röskva bæta úr en til dæmis er hægt að færa vélina fram eftir lokun Hámu. Helst viljum við þó fá aðra og nýja vél.

Matsalur
Núverandi staða matsalarins er ólíðandi, þar sem nánast engar innstungur er að finna á helsta samkomustað stúdenta á Menntavísindasviði.

Starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun
Tryggja þarf stöðu diplómanámsins. Valmöguleikar mættu vera fleiri þegar kemur að námsleiðum.