Menntavísindasvið

Frambjóðendur


Image

1. Sigurður Vopni Vatnsdal – Grunnskólakennarafræði

Image

2. Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir – Tómstunda- og félagsmálafræði / kynjafræði

Image

3. Hrannar Rafn Jónasson – Grunnskólakennarafræði

Image

4. Laufey Ösp Kristinsdóttir – Tómsunda- og félagsmálafræði

Image

5. Fanney Dóra Veigarsdóttir – Leikskólakennarafræði

Varafulltrúar


Image

Thelma Rut Jóhannsdóttir – Íþróttafræði

Image

Þorkell Már Júlíusson – Tómstunda- og félagsmálafræði

Image

Torfi Sigurðarson – Grunnskólakennarafræði

Image

Aníta Hinriksdóttir – Grunnskólakennarafræði

Image

Ásdís Erla Pétursdóttir – Uppeldis- og menntunarfræði


Stefnumál


Hvað er búið að gera?

Vatnsvélin er komin fram og nú er aðgangur að góðu vatni á meðan nemendur eru í Stakkahlíð. Það að hafa gott vatn í boði fyrir nemendur er okkur í Röskvu mikilvægt og því fögnum við þessum áfanga.

Námsráðgjafar bjóða uppá tíma í Stakkahlíð á fimmtudögum. Námsráðgjafar koma nú í Stakkahlíð ef nemendur hafa samband við náms og starfsráðgjöf. Frábært að nemendur á Menntavísindasviði fái þessa þjónustu í sínu nærumhverfi.

Háma hefur bætt mjög í grænmetisúrvalið sitt. Nýji salatbarinn hefur komið með ferskan blæ inní líf okkar á Menntavísindasviði.

Hvað erum við að gera? 

Matsalur hefur nú fleiri fjöltengi. En það má þó bæta þrif í matsalnum og fjölga frekar innstungum. Samkomustaður nemenda á Menntavísindasviði á að vera stoltið og þar á að vera huggulegt að vera.

Viðburðum hefur fjölgað mikið í Stakkahlíð. Mikið verk hefur verið unnið í áttina að því að gera Stakkahlíð meiri hluta af Háskólasvæðinu.

Starfstengt Diplómanám fyrir fólk með þroskahömlunhömlun. Á Menntavísindasviði er starfstengt Diplómanám og þar er hugmyndin að fólk með þroskahömlunhömlun fái stuðning til að læra það sem það vill læra. Nú er ekki úr mörgum námsleiðum að velja og viljum við bæta það. Fjölgun valmöguleika og meiri stuðningur er mikilvægur. Okkur í Röskvu langar að tryggja að nemendur í starfstengdu diplómanámi finni sína þjöl og Háskóli Íslands hjálpi þeim við það.

Loksins er að koma góð salernisaðstaða fyrir alla nemendur Menntavísindasviðs. Ný salernisaðstaða kemur í stakkahlíð og er því aðstaða fyrir alla nemendur Menntavísindasviðs til að komast á salerni. Þessu fögnum við í Röskvu enda er jafnréttismál að allir komist á salerni.

Hvað ætlum við að gera?

Fjölbreytileiki í námsefni:

Röskva vill auka fræðslu um eineltismál, geðheilbrigðismál, hinseginmál, kynfræðslu, skyndihjálp og ableisma (fötlunarfordóma) í náminu á Menntavísindasviði. Ekki er litið nægilega til þessara málefna í kennslustundum, fyrirlestrum eða námsefni og vill Röskva breyta því.

Rafpróf strax:

Við krefjumst þess að fyrirkomulag rafprófa verði tekið upp strax og að nemendur fái val um hvort þeir taki próf á tölvur eða skriflega. Þetta fyrirkomulag stendur kennurum nú til boða eftir þrýsting Röskvuliða og á að taka upp á öllum sviðum skólans strax.

Staðlotur:

Röskva krefst þess að staðlotur verði bættar og betur sé staðið að aðstöðu fjarnema. Staða fjarnema hefur verið harðlega gagnrýnd og viljum við í Röskvu hjálpa Menntavísindasviði að gera staðloturnar betri og hentugri fyrir fjarnema í takt við þeirra vilja.

Það er líka dýrt að vera fjarnemi:

Fjarnemar hafa undanfarin ár verið útundan og finnst okkur mikilvægt að koma til móts við fjarnema, enda eru þeir í fjarnámi af ástæðu. Sviðsráð Menntavísindasviðs á að vinna að því að finna ódýra gistingu fyrir fjarnema og tryggja þeim hagstæð ferðagjöld í staðlotum, til dæmis í gegnum gistiheimili, rútufyrirtæki og flugfélög.

Bætt utanumhald á vettvangsnámi:

Nú þegar líkur eru á að launað starfsnám á fimmta ári á leik- og grunnskólastigi verði tekið upp er nauðsynlegt að skipulag og utanumhald á vettvangsnámi sé tryggt. Annarstaðar t.d. í Háskólanum á Akureyri er sérstakur verkefnastjóri vettvangsnáms sem hefur umsjón með öllu vettvangsnámi. Verkefnastjóri er tengiliður kennaranema við vettvang og gerir það að verkum að nemar hafa alltaf einhvern innan háskólans sem þeir geta leitað til, komi eitthvað upp á. Svipað fyrirkomulag myndi henta okkur á Menntavísindasviði vel.

Lesrými:

Nú þarf svo sannarlega að taka til hendinni og fá lesaðstöðu fyrir nemendur Menntavísindasviðs. Mikill skortur er á almennilegri lesaðstöðu í Stakkahlíð og viljum við að lesrýmin okkar séu sambærileg þeim rýmum sem eru á Háskólatorgi.

Fræðsla um mikilvæg málefni:

Röskva vill að staðið sé fyrir fræðslu frá fagfólki fyrir stúdenta og starfsfólki stjórnsýslu skólans um hinseginmál, geðheilbrigðismál og ableisma (fötlunarfordóma).

HÁMA:

Tryggja þarf enn betur að fleiri vegan valmöguleikar standi til boða. Úrval á grænmetisfæði í Hámu í Stakkahlíð hefur aukist til muna en það má alltaf gera betur og það viljum við.

Hinseginvænt umhverfi:

Við í Röskvu viljum skapa hinsginvænt umhverfi í Stakkahlíð, meðal annars fleiri kynlaus klósett, fræðslur fyrir kennara og nemendur, aukna aðstoð og skilning þegar kemur að nafnabreytingum nemenda og starfsfólks, svo fátt eitt sé nefnt.

Stuðningur:

Tryggja þarf að nemendur á Menntavísindasviði sem þurfa á auknum stuðning fái hann. Nemendur á Menntavísindasviði eru margskonar og það er mikilvægt að nemendum standi til boða aukin aðstoð til dæmis þegar kemur að lesblindu eða ADHD.

Húsnæði:

Röskva krefst þess að aðstæður í húsnæðum Menntavísindasviðs verði bættar til muna. Hiti er óviðunandi, mygla er í byggingum þess og auk þess að raki er í húsnæði sviðsins. Þá má stórlega bæta þrif. Við viljum beita raunverulegum þrýstingi til þess að þessu sé breytt.

Aðgengi:

Í Háskóla Íslands á að tryggja að nemendur skólans komist í kennslustundir og alla þá þjónustu sem Háskóli Íslands býður uppá. Það er óásættanlegt að lélegt aðstaða og bilaðar lyftur hindri aðgang nemenda í Stakkahlíð

Endurtökupróf: Röskva vill að stúdentum á Menntavísindasviði standi til boða að þreyta endurtökupróf ef illa gengur eða viðkomandi er illa fyrirkallaður á prófdegi.

What have we achieved?

A water dispenser has been placed in Stakkahlíð where students now have access to fresh water. It is extremely important to Röskva that students have access to fresh water.

Guidance counsellors do now have available appointments on Thursdays in Stakkahlíð. They travel to Stakkahlíð if students contact them. It is both beneficial and crucial for students at the School of Education to receive such services near them.

Háma has greatly improved its veggie variety and the new salad bar has brought the students a breath of fresh air.

What are we in the process of achieving?

Now, the dining area has multiple socket outlets, but there is a need for improving the cleaning maintenance and it would be beneficial to add more wall sockets. This is the main gathering area for the students at the School of Education and we think it should be cosy and comfortable.

We have established more events in Stakkahlíð. A lot has been done towards shortening the distance between Stakkahlíð and the University’s main area.

Internship diploma education for those with developmental disability . At the School of Education there is an internship diploma, but Röskva wants those who have a developmental disability to receive support to learn what they wish to. We have only a few lines of study to choose from and we wish to improve the variety. Röskva wants to ensure that those studying for an internship diploma will be able to find what matches their needs and we want the University of Iceland to join us on this quest.

Finally, the students are receiving up-to-standard lavatory facilities at the School of Education. Soon everyone will be able to use the lavatory facilities at Stakkahlíð and therefore equality among students is ensured. Röskva advocates for equality and is extremely satisfied with this improvement.

What do we intend to do?

A more variety of education options:

Röskva wants to reinforce education on bullying, mental health, LGBT+ matters, sex, first-aid training, and ableism. There is not enough emphasis on these matters during our studies at the School of Education and Röskva wants to improve upon that.

Electronic testing:

We demand that the University will start testing its students electronically immediately and that students can choose whether to take electronic tests or handwritten ones. This option is currently available for teachers due to Röskva’s immense pressure in these matters.

In-school sessions:

Röskva insists that in-school-sessions will be greatly improved, starting with the facilities provided for the online-education students. Their facilities have been criticked and Röskva wants to help the School of Education to create better in-school sessions for these students. We want these in-school sessions to be intact with students’ needs and anticipation.

It is expensive to go through online-education:

These students have for some time been left out and we feel that it is important to meet their needs. The governing council of the School of Education is supposed to assist these students in finding both affordable accommodation and affordable means of travel when they have their in-school sessions.

The overall management on internship education:
There is a high chance that fifth year interns studying kindergarten and elementary teaching will finally be paid for their work. If this becomes the reality it is important that the structure and overall management for internships is secured. The University of Akureyri has a project manager who supervises all internships. This project manager is the mediator between the students and their on-work education organization. The interns therefore have someone within the University they can contact. A similar system would suit our School of Education.

Study rooms: There is a lack of study rooms in the buildings intended for students at the School of Education. We want study rooms to be comparable to the ones at Háskólatorg.