Röskva

Röskva er stúdentahreyfing sem tekur virkan þátt í hagsmunabaráttu stúdenta.

Röskva var stofnuð árið 1988 og hefur alla tíð borið hag stúdenta fyrir brjósti. Röskva er samtök félagshyggjufólks innan Háskóla Íslands og grundvallarstefna Röskvu hefur alltaf verið sú sama; jafn réttur til náms.

Röskva á fulltrúa í Stúdentaráði, Háskólaþingi og í Háskólaráði Háskóla Íslands.

Röskva telur að hlutverk stúdentaráðs eigi að vera þrýstiafl, sérstaklega á ríkisstjórnina. Það er vegna þess að hagsmunabarátta stúdenta takmarkast ekki við Háskóla Íslands, heldur teygir hún anga sína út í samfélagið allt. Innan Háskóla Íslands beitir Röskva sér fyrir þeim málefnum sem betur mættu fara.

Þar má helst nefna baráttu gegn ólögmætri hækkun skrásetningargjalda, þá kröfu að framvindukröfur LÍN gefi meira svigrúm um nauðsynlegar þreyttar einingar og þá kröfu að jafnræðis sé gætt í hvívetna innan háskólasamfélagsins.