Alþjóðasamstarf

ALÞJÓÐAFULLTRÚI SHÍ

Erlendir nemar við Háskóla Íslands skipa fjölbreyttan hóp en aðeins fjórðungur þeirra eru skiptinemar. Hins vegar styður Háskóli Íslands nær eingöngu við bakið á grunn- og skiptinemum, þar sem upplýsingar og stuðningur miðast að þeim, með þeim afleiðingum að stóran hóp erlendra nema skortir utanumhald og aðstoð. Þessu vill Röskva breyta. Röskva fagnar því að stöðu Alþjóðafulltrúa hafi verið bætt við á Réttindaskrifstofu SHÍ en hann mun sinna hlutverki trúnaðarmanns erlendra stúdenta á sínu fyrsta starfsári. Röskva mun fylgja því eftir að vel sé unnið til verka frá upphafi.

MÖGULEIKAR SKIPTINÁMS

Skiptinám er mikilvæg leið til þess að að víkka sjóndeildarhring stúdenta. Röskva vill að nemendur allra deilda Háskólans hafi kost á því að fara í skiptinám erlendis. Fáir stúdentar fara í nám erlendis frá Háskóla Íslands. Röskva hvetur Háskólann til að kynna betur möguleika til skiptináms og hvetja alla til að fara í skiptinám, alveg óháð stöðu, t.d. barnafjölskyldur. Til dæmis væri hægt að auka aðstoð í formi hærri styrkja.

AUKIN TENGSL VIÐ ERLENDA HÁSKÓLA

Röskva telur að nám erlendis geti spilað mikilvægt hlutverk í námsferli nemenda og hvetur Háskólann til að auka tengsl við erlenda skóla; bæði með kennara- og nemendaskiptasamningum. Röskva vekur máls á því að þetta eigi sérstaklega við um allt framhaldsnám hjá Háskóla Íslands. Röskva vill áframhaldandi samstarf Stúdentaráðs Aurora og SHÍ með það að markmiði að bæta þjónustu við stúdenta og efla starf SHÍ.

ALÞJÓÐAFULLTRÚI RÖSKVU

Í Röskvu starfar alþjóðafulltrúi sem er rödd alþjóðanema sem á að tryggja að þeirra þörfum sé mætt og tala þeirra máli

TUNGUMÁL

Viljum vera aðgengileg og að stuðla að þátttöku alþjóðanema er eitt af þeim atriðum að hafa upplýsingar á ensku

MENNING

Við miðum að því að mæta áhuga alþjóðanema á íslenskri menningu og teljum að ein leið til að kynna íslenska menningu sé að halda viðburði fyrir alþjóðlega nemendur.

SKIPTINEMAR OG ALÞJÓÐANEMENDUR

Við miðum að því að taka mið af þeirri staðreynd að sumir stúdentar eru hér í eina önn og aðrir til lengri tíma.

ALÞJÓÐAMÁLRÖSKVU Í STÚDENTARÁÐI

Félagsleg samlögun:

Röskva krefst þess að alþjóðanemendur fái aðgang að valfrjálsri íslenskukennslu, gjaldfrjálst

Tungumálaörðugleikar geta verið helstu félagslegu hindranir sem alþjóðanememendur takast á við, og gera þeim erfiðara fyrir að taka þátt í akademísku- og félagslífi. Þess vegna hvetur Röskva Háskóla Íslands til þess að bjóða upp á kostnaðarlaust inngangsnámskeið í íslensku fyrir alþjóðanemendur á hverri önn.

Háskóli Íslands ætti að útbúa ramma til þess að styðja við félagslíf meðal alþjóðanemenda. Röskva telur að heilbrigt félagslíf sé ein grunnforsenda velferðar í akademísku umhverfi. Alþjóðanemendur lenda oft utan jaðra félagslífs Háskólans. Námsráðgjafar ættu því að geta séð alþjóðanemendum fyrir upplýsingum um félagslíf og viðburði á vegum skólans. Háskólinn ætti einnig að tryggja að alþjóðlegir nemendur hafi nægilegan aðgang að félagslífi skólans til þess að samlagast Háskólasamfélaginu.

Stofnanasamlögun:

Alþjóðanemendur ættu að hafa aðgang að gagnsæu umsóknarferli 

Öll viðeigandi gögn og formsatriði ættu að vera aðgengileg og til staðar á ensku. Háskólinn ætti að auðvelda alþjóðanemendum að nálgast nauðsynlegar upplýsingar sem þau varða, áður og á meðan á dvöl þeirra stendur.

Háskóli Íslands ætti að bjóða uppá alla þjónustu sem tengist nemendum á ensku líkt og íslensku.

Aukið alþjóðlegt eðli Háskóla Íslands gerir það nauðsynlegt að bjóða uppá alla nemenda-tengda þjónustu á ensku líkt og íslensku. Það er sérstaklega mikilvægt að öll skjöl tengd umsóknarferlinu séu aðgengileg á ensku, þar sem meginþorri alþjóðanemenda er ekki reiprennandi í íslensku.

Röskva krefst þess að Háskóli Íslands tryggi alþjóðlegum nemendum greiðan aðgang að húsnæði meðan á dvöl þeirra stendur

Alþjóðlegir nemendur skortir tengingar og öryggisnet íslenskra nemenda. Það gerir húsnæðisleit erfiðari. Þar af leiðandi ætti Háskólinn að sjá alþjóðlegum nemendum fyrir auknum stuðning þegar kemur að húsnæðismálum. Húsnæðismarkaður á Íslandi er erfiður og alþjóðlegir nemendur eru óvanir honum og óundirbúnir í mörgum tilvikum. Háskólinn ætti því að geta komið til móts við þá. Ennfremur ætti Háskólinn að bjóða alþjóðlegum nemendum upp á upplýsingar um vinnumarkaðinn á Íslandi, t.d. með því að benda þeim á viðeigandi þriðja aðila líkt og verkalýðsfélög.