Framtíð Háskólasvæðisins

ÞÁTTTÖKULÝÐRÆÐI STÚDENTA

Röskva vill halda áfram að stuðla að auknu þátttökulýðræði stúdenta með verkefnum á borð við Háskólinn Okkar, sem var framkvæmt í fyrsta sinn árið 2018, þar sem hagsmunabarátta stúdenta var gerð aðgengilegri fyrir alla stúdenta.

GRÆN SVÆÐI

Röskva vill að þau grænu svæði sem eru til séu betur skipulögð og verði aðlaðandi fyrir fólk til að nýta sér.

SNOOZE HERBERGI/HUGLEIÐSLUHERBERGI

Líkt og tíðkast á mörgum framúrstefnulegum vinnustöðum telur Röskva að Háskóli Íslands ætti að tileinka sér heilsusamlega aðstöðu fyrir nemendur og starfsfólk með því að setja upp hugleiðsluherbergi

LITRÍKT HÁSKÓLASVÆÐI

Röskva vill að Háskólasvæðið verði bjart og litríkt. Sem dæmi mættu vera regnbogar á gangstéttum, líkt og hefur tíðkast á Seyðisfirði allan ársins hring og í Reykjavíkurborg á hinsegin dögum.

TRÉ Á HÁSKÓLASVÆÐIÐ

Tré á háskólasvæðið myndi stuðla að aukinni kolefnisjöfnun og fegra svæðið.

LÁGVÖRUVERSLUN

Röskva telur hagsmunamál fyrir þá nemendur sem búa á háskólasvæðinu, sem og starfsfólk og aðra stúdenta, að aðgengileg lágvöruverslun sé á háskólasvæðinu.

ÞRÓUN SAMFÉLAGS Á HÁSKÓLASVÆÐINU

Röskva telur að framtíð Háskólasvæðisins eigi að vera í átt að “Campus” stemningu eins og í helstu háskólum erlendis.