Húsnæðismál

Röskva vill fleiri stúdentaíbúðir
Röskva fagnar byggingu nýrra stúdentagarða. Ljóst er þó að betur má ef duga skal. Röskva vill að gengið verði ötullega á eftir áætlunum um frekari byggingaframkvæmdir. Húsnæðismarkaðurinn er stúdentum íþyngjandi og nauðsynlegt er að ráða bóta á því ekki seinna en strax.

Nýta skal tómar stúdentaíbúðir yfir sumartímann
Stúdentaíbúðir standa oft tómar þegar stúdentar utan höfuðborgarsvæðisins flytja heim yfir sumartímann. Röskva vill að stúdentar hafi þann kost að framleigja íbúðir sínar yfir sumartímann.

Gæludýravænar stúdentaíbúðir
Röskva vill að stúdentar sem flytja á stúdentagarða séu ekki tilneyddir til að losa sig við gæludýr vegna flutninganna. Röskva leggur til að gæludýr verði leyfð í a.m.k. einhverjum byggingum stúdentagarða.