Húsnæðismál

RÖSKVA VILL FLEIRI STÚDENTAÍBÚÐIR

Röskva fagnar byggingu nýrra stúdentagarða. Ljóst er þó að betur má ef duga skal. Röskva vill að gengið verði ötullega á eftir áætlunum um frekari byggingaframkvæmdir. Húsnæðismarkaðurinn er stúdentum íþyngjandi og nauðsynlegt er að ráða bóta á því ekki seinna en strax.

RÓT VANDANS

Húsnæðismál eiga að vera í forgangi í stúdentabaráttu.

GERA MÁ MEIRA FYRIR FÓLK Á BIÐLISTA

Röskva vill gera meira fyrir fólk á biðlista eftir húsnæði. Sem dæmi mætti nýta þvottahúsnæði á Stúdentagörðum enn betur og veita aðilum á biðlistum aðgang að þeim.

GÆLUDÝRAVÆNAR STÚDENTAÍBÚÐIR

Röskva vill að stúdentar sem flytja á stúdentagarða séu ekki tilneyddir til að losa sig við gæludýr vegna flutninganna. Röskva leggur til að gæludýr verði leyfð í a.m.k. einhverjum byggingum stúdentagarða

NÝJAR ÍBÚÐIR MEÐ AÐGENGI

Röskva vill að stefnt sé að því að nýjar stúdentaíbúðir séu með aðgengi fyrir hjólastóla. Þannig eykst framboð fyrir stúdenta í hjólastólum um leið og íbúar sem eiga vini eða aðstandendur í hjólastólum geta boðið heim.

FLEIRI SALIR Í ÍBÚÐARKJÖRNUM

Klúbburinn í Brautarholti hefur nýst nemendum mjög vel og vill Röskva að lagt sé upp með að slík aðstaða sé til staðar í nýjum íbúðarkjörnum.

AÐGENGI ALLRA AÐ NÁMI

Þar sem stúdentaíbúðir eru af skornum skammti takmarkar það getu stúdenta  til þess að stunda nám við HÍ. Nauðsyn er á fjölgun stúdentaíbúða til þess að tryggja jafnrétti allra til náms og ætti framboð íbúða að koma enn betur til móts við fólk til þess að geta stundað nám, t.d. þau sem glíma við erfiðar félagslegar aðstæður, erlenda nemendur o.fl. hópa.

SAMFÉLAG STÚDENTA

Röskva vill að stúdentaíbúðakjarnar séu hannaðir þannig að úr verði jákvætt félagslegt samfélag sem myndar “campus” stemningu.