Tæknivæddari háskóli

HÁMU- OG NEMENDAKORT FYRIR STÚDENTA

Röskva vill gera lífið auðveldara fyrir stúdenta. Margir versla talsvert við Félagsstofnun stúdenta, til að mynda í Hámu, á Stúdentakjallaranum og í Bóksölu stúdenta. Röskva vill sjá rafræn kort sem veita stúdentum afslátt í verslunum FS og sem hægt er að leggja inn á til hægðarauka. Kortið gæti einnig verkað til að kaupa prentkvóta og nýta sem bókasafnskort háskólanema. Þetta myndi einnig stytta raðir í Hámu í hádegishléum.

RAFRÆN AÐGANGSKORT – BETRI AÐGANGUR AÐ LÆRDÓMSAÐSTÖÐU!

Rafræn aðgangskort innan HÍ gilda nú að Háskólatorgi og í eina byggingu að eigin vali á háskólasvæðinu. Röskva vill sjá aðgang að fleiri byggingum Háskólans með rafrænum aðgangskortunum og að aðgangskortin veiti sólarhringsaðgang að byggingum Háskólans þar sem við á. Sú vinna er hafin undir núverandi forystu Stúdentaráðs og viljum við sjá henni fylgt eftir á næsta ári. Framsýn Röskvu er sú að Hámukort og aðgangskort geti orðið að einu og sama kortinu fyrir alla háskólanema og þannig einfaldað líf þeirra. Í kjölfarið ætti slík þjónusta að vera aðgengileg í appi.

ENDURBÆTUR SMÁUGLU

Smáugluna má bæta á ýmsa vegu. Til dæmis ætti að vera hægt að fá tilkynningar þegar tímar falla niður, einkunnir koma inn o.fl. Auk þess má auka upplýsingar sem koma fram á Smáuglu, eins og hvaða kennarar kenna námskeið og gera stundatöfluna enn aðgengilegri.

BETRA KENNSLUFORRIT

Of mörg rafræn kennsluforrit eru í notkun. Til dæmis Moodle, EdX, TutorWeb o.fl. og því mikið ósamræmi milli áfanga um hvers konar kennsluforrit er stuðst við. Einnig eru dæmi um að kennarar noti hátt í 4 kennsluforrit í sama áfanga. Nauðsynlegt er að HÍ komi sér upp eða taki upp samræmt kennsluforrit fyrir skólann í heild sinni.

TÖLVUSTOFUR

Tölvur í tölvustofum eru oft og tíðum ekki í uppfærðu ástandi, t.d. hefur komið fyrir að forrit sem nemendur þurfa að nota eru óaðgengileg í tölvunum. Þetta þarf að bæta. Þá má kanna möguleika á betra aðgengi að tölvunum með betra bókunarkerfi og yfirliti um hvort tölvur í tölvustofum séu lausar og aðgengilegar. Röskva would like to point out that a booking system is in place in Smáugla

AKADEMÍAN OG SKAPANDI HUGSUN

Rými til sköpunar í samstarfi við Icelandic StartUp og FabLab gæti ýtt undir frumkvöðlastarf í skólanum. Hvetja þarf til nýsköpunar og rými sérstaklega undir þá starfsemi myndi koma sér mjög vel fyrir stúdenta.