Tæknivæddari háskóli

Hámukort fyrir stúdenta
Röskva vill gera lífið auðveldara fyrir stúdenta. Margir versla talsvert við Félagsstofnun stúdenta, til að mynda í Hámu, á Stúdentakjallaranum og í Bóksölu stúdenta. Röskva vill sjá rafræn kort sem veita stúdentum afslátt í verslunum FS og sem hægt er að leggja inn á til hægðarauka. Þetta myndi einnig stytta raðir í Hámu í hádegishléum.

Rafræn aðgangskort – betri aðgangur að lærdómsaðstöðu!
Rafræn aðgangskort innan HÍ gilda nú aðeins í eina byggingu að eigin vali á háskólasvæðinu. Röskva vill sjá aðgang að fleiri byggingum Háskólans með rafrænum aðgangskortunum og að aðgangskortin veiti sólarhringsaðgang að byggingum Háskólans þar sem við á. Sú vinna er hafin undir núverandi forystu Stúdentaráðs og viljum við sjá henni fylgt eftir á næsta ári.