Málsvörn hinsegin nemenda

Kristinn Godfrey Pistlar

Hápunktur hinsegindaga, Gleðigangan, var núna síðastliðinn laugardag. Í ár var 20 ára afmæli Hinsegindaga jafnt sem 50 ár síðan Stone Wall ritos áttu sér stað. Þess vegna var þema margra atriðanna í göngunni í ár róttækni og áhersla var lögð á baráttuna fremur en gleðina. Oft er talað um Ísland sem hinsegin paradís, sem er því miður ekki rétt. Hinsegin fólk á Íslandi hefur ekki nema um 50% þeirra réttinda sem annað fólk hefur, samkvæmt regnbogakorti ILGA Evrópu. Þó að nær þriðjungur þjóðarinnar mætir á Gleðigönguna, þegar vel viðrar, og þó að samkynja pör megi ganga í heilagt hjónaband þá …

Áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála í HÍ

Kristinn Godfrey Pistlar

Mikil vitundarvakning um geðheilbrigði hefur orðið á síðustu árum og fordómar gagnvart geðrænum vanda minnkað í samræmi við það. Þetta má til dæmis rekja til meiri umræðu í samfélaginu um kulnun í starfi, þunglyndi og aðra algenga, en áður lítið rædda kvilla. Því fyrr sem hægt er að grípa inn í og vinna úr geðrænum vanda því betra, og því er þessi vitundarvakning gríðarlega mikilvæg. Við upphaf háskólanáms taka á móti stúdentum margar nýjar áskoranir. Nýir kennarar, aðrir staðlar og aukið álag auk þess sem aðrar áhyggjur, svo sem af húsnæðis-, lánasjóðs- og fjárhagsmálum. Í nýlegri könnun Eurostudent kemur fram …

Gleymmérei – Rými til heilsuræktar í annríki háskólalífsins

Kristinn Godfrey Pistlar

Heilsa er umræðuefni sem ávallt virðist fanga huga fólks, enda snýst umræðan um aðferðir til að öðlast góða heilsu, stuðla að heilbrigðu líferni og að líða almennt sem best. Góð heilsa er jú gulli betri. Misjafnar hugmyndir eru á lofti um hvað felist raunverulega í góðri heilsu og virðist svarið fara alfarið eftir viðmælandanum hverju sinni. Líklega er hægt að sammælast um að góð heilsa felist í andlegri, jafnt og líkamlegri, vellíðan sem gerir fólki kleift að sinna hugans lystisemdum án takmarka. Má þá einu gilda um hvort það felist í því að stunda útivist eða í því að hringa …

Kynslóðin sem neitar að hætta að djamma

Kristinn Godfrey Pistlar

Þegar kynslóðirnar á undan okkur horfðu til framtíðar sáu þau fyrir sér langt líf með fjölskyldu sinni, börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Þau sáu fyrir sér framtíð barna sinna á sama hátt og þeirra eigin, nema betri – meiri lífsgæði og betra samfélag. Þegar ég horfi fram á veginn, verandi 22 ára háskólanemi, hef ég því miður ekki sömu framtíðarsýn og kynslóð foreldra minna hafði á sínum tíma. Þegar ég hugsa um framtíðina birtast mér hörmungar og hamfarir. Matarskortur, vatnsskortur og straumur flóttafólks. Ég stend frammi fyrir þeirri ákvörðun að velja nám og starfsvettvang að því loknu en óttast að það …

Hvert er fyrsta skrefið í átt að sjálfbæru háskólasamfélagi?

Kristinn Godfrey Pistlar

Öll þurfum við að leggja okkar af mörkum ef árangur í loftslagsmálum á að nást. Í því felst meðal annars að breyta lifnaðarháttum okkar í átt að sjálfbærari og umhverfisvænni lífstíl sem gengur ekki um of á auðlindir og lífríki jarðar. Háskólasamfélagið er ekki undanskilið þeirri ábyrgð sem hvílir á stjórnvöldum, fyrirtækjum sem og einstaklingum í þessari baráttu við loftslagsbreytingar. Háskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Félagsstofnun stúdenta ásamt öllum þeim aðilum sem koma að mótun háskólasvæðisins ber að hafa umhverfisvernd og sjálfbærni að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku um framtíð háskólasvæðisins. Vilji Röskvuliða er skýr. Við viljum umhverfisvæna og sjálfbæra stúdentagarða þar sem …

Föstudagsbörnin

Kristinn Godfrey Pistlar

Föstudaginn 20. ágúst í fyrra settist 15 ára stúlka fyrir framan sænska þingið til þess að senda sterk skilaboð; „að sameinast á bak við vísindin“. Að sameinast á bak við vísindin sem segja okkur að við verðum að stöðva losun gróðurhúsalofttegunda og eyðingu á lífríki um allan heim. Stúlkan, Greta Thunberg, fékk fleiri í lið með sér og nú hefur ungt fólk frá yfir 125 löndum farið í verkfall fyrir loftslagið. Yfirlýst markmið um heim allan eru að meðalhiti jarðar hækki ekki um meira en 1,5 gráðu á selsíus frá iðnbyltingu. Nú þegar hefur hitinn hækkað um tæpa gráðu svo …