Röskva – fyrir fram­tíð há­skóla­sam­fé­lagsins

Brynjólfur Skúlason Pistlar

Jafnrétti, róttækni og heiðarleiki eru gildin sem Röskva starfar eftir og hafa þau kristallast í hagsmunabaráttu stúdenta með Röskvu í meirihluta. Við höfum verið þrýstiafl í þágu mikilvægra breytinga, haft hærra um málefnin, fundið mikinn meðbyr í samfélaginu og verið óhrædd við að veita stjórnvöldum og háskólayfirvöldum virkt aðhald þegar þörf krefur. Jafnrétti er rauði þráðurinn í öllu okkar starfi. Þannig hafa áherslur okkar um bætt námslánakerfi skilað sér í að tveir fulltrúar stúdenta fengu, í fyrsta skipti, sæti við borðið við gerð nýs frumvarps um Menntasjóð námsmanna. Nýtt kerfi hafði í för með sér jákvæðar breytingar en enn er …

Kæri stúdent, bíttu á jaxlinn, þetta verður betra

Brynjólfur Skúlason Pistlar

Þó svo að mörg fagni styttingu framhaldsskólans standa nýstúdentar á verkfræði- og náttúruvísindasviði sem tóku styttra stúdentspróf höllum fæti. Stytting framhaldsskólans gerir nemendum á framhaldsskólaaldri erfitt fyrir að taka meiri undirbúning fyrir nám í háskóla. Á árinu tryggðu Röskvuliðar í sviðsráði verkfræði- og náttúruvísindasviðs að inntökuskilyrði á sviðinu yrðu lækkuð í kjölfar ábendinga um að fá nái að uppfylla þau. Þrátt fyrir að Röskvuliðar hafi náð þessu í gegn, eru ennþá gerðar sömu kröfur á nýstúdenta og hafa verið gerðar undanfarin ár, því er álagið of mikið. Stúdentar á fyrsta ári hafa ekki undan við tíð skilaverkefni í öllum námskeiðum …

Framsækni í heilbrigðisvísindum

Brynjólfur Skúlason Pistlar

Það er augljóst að mikið sóknarfæri er til að nútímavæða kennsluhætti á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Eins og staðan er í dag eru úreltar aðferðir notaðar til kennslu og mats á námi í mörgum deildum sviðsins. Seinustu ár hefur urmull vísindagreina verið birtar sem sýna fram á og sanna, að þekking situr ekki eftir í fólki þegar eina miðlun hennar er í gegnum fyrirlestra sem er síðan metin með einu stóru lokaprófi. Með þessu fyrirkomulagi keppast nemendur við að lesa heilu námskeiðin vikuna fyrir próf sem gufar svo upp úr kollinum á jafn miklum tíma. Það sem virkar og situr eftir …

Sameining háskólasamfélagsins

Brynjólfur Skúlason Pistlar

Þann 22. desember síðastliðinn undirrituðu ríkið og Félagsstofnun stúdenta samning um kaup á Bændahöllinni sem héðan í frá verður nýtt fyrir starfsemi Háskóla Íslands og stúdentaíbúðir. Um er að ræða mikið fagnaðarefni enda hafa fulltrúar Röskvu í Stúdentaráði beitt sér fyrir því að þessi kaup verði að veruleika.  Í raun er verið að slá tvær flugur í einu höggi með því að tryggja húsnæði á háskólasvæðinu þannig að á tiltölulega stuttum tíma verði bæði hægt að fjölga stúdentaíbúðum og flytja starfsemi Menntavísindasviðs úr Stakkahlíð og yfir á háskólasvæðið. Kennaraháskóli Íslands sameinaðist Háskóla Íslands árið 2008 og varð að Menntavísindasviði HÍ, …

Er borgin okkar feminísk?

Brynjólfur Skúlason Pistlar

Á þessari grein er sá fyrirvari að undirrituð skilgreinir sig sem konu og getur því aðeins talað út frá reynsluheimi kvenna. Þú, kæri lesandi, veltir því eflaust fyrir þér hvað gerir borgir feminískar, geta samgöngur eða byggingaráætlanir til dæmis verið feminískar? Já heldur betur, feminískar stefnur í borgarhönnun eru mikilvægar og lífsbætandi fyrir okkur öll. Borgirnar okkar eru hannaðar af karlmönnum og fyrir karlmenn. Karlar mæta ekki sömu vandamálum innan borgarumhverfisins og konur og eiga því oft erfitt með að setja sig í spor þeirra. Í grunninn snúast feminískar nálganir í skipulagsmálum því um að taka fjölbreyttari sjónarhorn en einungis …

Vont, verra eða versta náms­lána­kerfið?

Brynjólfur Skúlason Pistlar

Við berum okkur ávallt saman við önnur Norðurlönd, hvort sem talað er um samgöngur, heilbrigðiskerfið eða menntakerfið. Þar ætti námslánakerfið ekki að vera undanskilið. Það hefur lengi verið í stefnu Röskvu og Stúdentaráðs Háskóla Íslands að Menntasjóður námsmanna verði styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Eitt af markmiðum við myndun Menntasjóðsins var að færa námslánakerfi Íslands nær því sem finna má í frændþjóðum okkar í Skandinavíu.En hægt er að spyrja sig hvort því markmiði hafi verið náð með nýjum lögum um Menntasjóð námsmanna? Þegar námslánakerfi til að mynda Danmerkur og Noregs er skoðað, sést bersýnilega að þau eru háþróuð. Því til stuðnings …

Málsvörn hinsegin nemenda

Kristinn Godfrey Pistlar

Hápunktur hinsegindaga, Gleðigangan, var núna síðastliðinn laugardag. Í ár var 20 ára afmæli Hinsegindaga jafnt sem 50 ár síðan Stone Wall ritos áttu sér stað. Þess vegna var þema margra atriðanna í göngunni í ár róttækni og áhersla var lögð á baráttuna fremur en gleðina. Oft er talað um Ísland sem hinsegin paradís, sem er því miður ekki rétt. Hinsegin fólk á Íslandi hefur ekki nema um 50% þeirra réttinda sem annað fólk hefur, samkvæmt regnbogakorti ILGA Evrópu. Þó að nær þriðjungur þjóðarinnar mætir á Gleðigönguna, þegar vel viðrar, og þó að samkynja pör megi ganga í heilagt hjónaband þá …

Áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála í HÍ

Kristinn Godfrey Pistlar

Mikil vitundarvakning um geðheilbrigði hefur orðið á síðustu árum og fordómar gagnvart geðrænum vanda minnkað í samræmi við það. Þetta má til dæmis rekja til meiri umræðu í samfélaginu um kulnun í starfi, þunglyndi og aðra algenga, en áður lítið rædda kvilla. Því fyrr sem hægt er að grípa inn í og vinna úr geðrænum vanda því betra, og því er þessi vitundarvakning gríðarlega mikilvæg. Við upphaf háskólanáms taka á móti stúdentum margar nýjar áskoranir. Nýir kennarar, aðrir staðlar og aukið álag auk þess sem aðrar áhyggjur, svo sem af húsnæðis-, lánasjóðs- og fjárhagsmálum. Í nýlegri könnun Eurostudent kemur fram …

Gleymmérei – Rými til heilsuræktar í annríki háskólalífsins

Kristinn Godfrey Pistlar

Heilsa er umræðuefni sem ávallt virðist fanga huga fólks, enda snýst umræðan um aðferðir til að öðlast góða heilsu, stuðla að heilbrigðu líferni og að líða almennt sem best. Góð heilsa er jú gulli betri. Misjafnar hugmyndir eru á lofti um hvað felist raunverulega í góðri heilsu og virðist svarið fara alfarið eftir viðmælandanum hverju sinni. Líklega er hægt að sammælast um að góð heilsa felist í andlegri, jafnt og líkamlegri, vellíðan sem gerir fólki kleift að sinna hugans lystisemdum án takmarka. Má þá einu gilda um hvort það felist í því að stunda útivist eða í því að hringa …

Kynslóðin sem neitar að hætta að djamma

Kristinn Godfrey Pistlar

Þegar kynslóðirnar á undan okkur horfðu til framtíðar sáu þau fyrir sér langt líf með fjölskyldu sinni, börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Þau sáu fyrir sér framtíð barna sinna á sama hátt og þeirra eigin, nema betri – meiri lífsgæði og betra samfélag. Þegar ég horfi fram á veginn, verandi 22 ára háskólanemi, hef ég því miður ekki sömu framtíðarsýn og kynslóð foreldra minna hafði á sínum tíma. Þegar ég hugsa um framtíðina birtast mér hörmungar og hamfarir. Matarskortur, vatnsskortur og straumur flóttafólks. Ég stend frammi fyrir þeirri ákvörðun að velja nám og starfsvettvang að því loknu en óttast að það …