Samþætt ábyrgð stúdenta og stofnana

VefstjoriRoskvu Pistlar

Helga Lind Mar, 2. sæti á lista Röskvu til háskólaráðs. Ég vil komast inn í háskólaráð. Ég trúi að ég hafi bæði reynsluna, þekkinguna og þrjóskuna til að standa með stúdentum, tryggja að hagsmunir þeirra heyrist og berjast fyrir því að Háskóli Íslands uppfylli betur þá samfélagslegu ábyrgð sem ég tel hann eiga að axla. Frá því að ég hóf afskipti af stúdentapólitík árið 2012 hefur viðhorf mitt snarbreyst. Raddir stúdenta eiga ekki bara að heyrast þegar réttindi þeirra sjálfra eru virt að vettugi, stúdentar geta og eiga að vera öflug samfélagsrödd sem krefjast samfélagsbreytinga. Sem stúdentar erum við stór …

Til hamingju stúdentar!

Röskva Pistlar

Árið 2016 undirritaði Háskóli Íslands samning við Reykjavíkurborg um uppbyggingu stúdentaíbúða við Gamla garð. Síðasta haust var útlit fyrir að hætt yrði við uppbyggingu á reitnum þar sem mikil gagnrýni kom fram, utan jafnt sem innan háskólans. Stúdentar áttu að sitja á hakanum, en það er ekki raunin í dag eftir mikla og ötula hagsmunabaráttu Stúdentaráðs. Ragna Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs og fulltrúi Röskvu í háskólaráði, fundaði stíft með forystu háskólans, borgaryfirvöldum og Félagsstofnun stúdenta um málið. Ákveðið var að fara sáttaleið og stofna samráðshóp. Ragna beitti sér fyrir því að fulltrúi nemenda myndi eiga sæti í þeim hópi, sem ekki …

Allt er pólitík

Röskva Pistlar

Elísabet Brynjarsdóttir, oddviti Röskvu. Nú er rúmt ár síðan Röskva sigraði kosningar eftir átta ár í minnihluta í Stúdentaráði. Rauði þráðurinn í starfi Röskvu hefur ávallt verið jafnrétti allra til náms og hefur síðastliðið starfsár einkennst af því. Árið var ekki laust við erfiðleika en eftir þennan lærdómsríka tíma eru stúdentaráðsliðar Röskvu þó allir sammála um eitt: málefnin eru það sem skiptir máli og við getum knúið fram raunverulegar breytingar sem hafa áhrif á náms- og lífsgæði stúdenta við Háskóla Íslands. Pólitík. Enginn lítur þetta orð sömu augum. Sumir segjast vera ópólitískir og aðrir telja orðið óvinsælt meðal ungs fólks. …

Tryggjum fjölbreytileika innan tæknigeirans

VefstjoriRoskvu Pistlar

Laufey Þóra Borgþórsdóttir, oddviti Röskvu á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Jafnrétti og fjölbreytileiki er lykillinn að sterku samfélagi. Háskóli Íslands býður upp á öflugt og fjölbreytt nám í verkfræði og náttúruvísindum og hefur fengið mikið lof fyrir rannsóknir í þessum greinum. En ætli sviðið að halda áfram að vera samkeppnishæft á alþjóðagrundvelli er mikilvægt að: Nýstárlegum kennsluháttum sé gert hátt undir höfði og að kennarar og nemendur nýti sér þá tækni sem er í boði. Taka upp vendikennslu, sem er frábært skref í áttina að skilvirkara námi. Leggja meiri áherslu á hagnýt verkefni sem gætu verið beintengd atvinnulífinu, því þannig má …

Framapot og máttlaus barátta?

VefstjoriRoskvu Pistlar

Pétur Geir Steinsson, oddviti Röskvu á Hugvísindasviði. Síðastliðið ár hef ég verið stúdentaráðsliði hjá SHÍ, og auk þess setið í sviðsráði Hugvísindasviðs. Hlutverk Stúdentaráðsliða er að reyna tala máli nemenda í nauðsynlegum og oft gífurlega erfiðum baráttumálum sem snerta okkur jafnt nú sem og til framtíðar. Slík alhæfing kann að virka dramatísk í ljósi þess að stúdentabaráttan fær gjarnan á sig slæmt orð sem ómerkilegt framapot eða úrkynjuð, máttlaus og ofurkrataleg barátta sem skilar litlu sem engu. Þó talar reynsla mín, á liðnu ári, allt öðru máli. Valdefling nemenda, frá upphafi stúdentabaráttunnar hérlendis, er enn í fullum gangi. Þrotlaus barátta …

Búum í haginn fyrir komandi kynslóðir

VefstjoriRoskvu Pistlar

Sigurður Ýmir Sigurjónsson, oddviti Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði. Heilbrigði. Inn í þessu orði býr ótalmargt sem stendur okkur nærri. Heilbrigði til þess að vinna. Heilbrigði til þess að takast á við daglegar athafnir. Heilbrigði til þess að geta hlegið, brosað og átt góðan dag með ástvinum og fjölskyldu. Við á Heilbrigðisvísindasviði erum hér til þess að efla heilbrigði landsmanna og erum skjöldur á milli heilbrigðis og óheilbrigðis. Við getum verið stolt af því að menntunin okkar er góð og skilar af sér einstaklingum sem eru reiðubúnir til að takast á við hin ýmsu heilbrigðisvandamál sem upp geta komið á þessari litlu eyju. …

Sambærilega þjónustu í Stakkahlíð

VefstjoriRoskvu Pistlar

Ágúst Arnar Þráinsson, oddviti Röskvu á Menntavísindasviði. Jafnrétti til náms er eitt af því sem Röskva berst alltaf fyrir að sé með besta móti! En hvað felst í því? Það þarf að tryggja að fólk í öllum stéttum samfélagsins eigi möguleika á að mennta sig. Þar að auki eiga nemendur ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort að þeir muni komast inn í eða út úr kennslustofum, það á að vera sjálfsagt frekar en að það þurfi að gera sérstakar ráðstafanir. Það á að vera forgangsverkefni að láta fólki líða vel í sínu námi, andlega sem og líkamlega. …

The Chilling Costs of Iceland: An International Student’s perspective

VefstjoriRoskvu Pistlar

by Eve Newstead. For a foreigner, and foreign student in particular, living in Iceland is startlingly expensive. When digesting the feedback forms of previous exchange students, Iceland stands out as the most unique but also as the most likely to break your bank. Cost of living day to day, we are warned, is steep. Even steeper though: the cost of accommodation. Due to the housing crisis the task of finding accommodation in preparation to move is both draining and frightening. Sites such as Rentmate and Housing Anywhere offer limited options that are all at ludicrous costs. Facebook groups are confusing …

Námið metið að verðleikum

Atli Elfar Helgason Pistlar

Háskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í hugvísindum og er eini skólinn hér á landi sem býður upp á hugvísindanám á öllum háskólastigum. Á Hugvísindasviði eru fjórar deildir en hver og ein þessara deilda hefur mikla sérstöðu. Það er sérlega brýnt að viðhalda þessari sérstöðu og gæta þess að fjölbreytileiki námsins skerðist ekki. Langvarandi undirfjármögnun Háskólans hefur og mun hafa áhrif á okkur öll en að óbreyttu getur Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu. Fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2017–2021 gerir ráð fyrir heildarútgjaldaaukningu til uppbyggingar ýmissa innviða samfélagsins en skilur háskólana algjörlega eftir. Íslenskir háskólar eru alvarlega undirfjármagnaðir …

Ólýðræðisleg vinnubrögð Stúdentaráðs

Atli Elfar Helgason Pistlar

Undanfarnar vikur hefur verið uppi umræða um ólýðræðisleg vinnubrögð innan Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Umræðan snýr að kosningu nemenda á fulltrúum sínum í æðsta ráð Háskóla Íslands, Háskólaráð. Fram til ársins 2014 var kosið um umrædda fulltrúa í almennum kosningum annað hvert ár. Um það er kveðið í reglum Háskóla Íslands. Þar stendur að „tilnefning fulltrúa nemenda [í Háskólaráð] skal vera í samræmi við niðurstöðu sérstakrar hlutfallskosningar sem fram fer í febrúar annað hvert ár. Kosnir skulu tveir aðalmenn og tveir varamenn til setu í háskólaráði til tveggja ára.“ Jafnframt stendur þar að „kosningarétt hafa allir skrásettir nemendur Háskóla Íslands“ og …