Hvers vegna eru ekki endurtektarpróf í sálfræði?

Atli Elfar Helgason Pistlar

Það hafa eflaust margir spurt sig að þessu. Ef svo óheppilega vill til að nemandi nái ekki lágmarkseinkunn á lokaprófi getur það haft í för með sér margvíslegar neikvæðar afleiðingar. Falli nemandi á prófi er deildum Háskólans heimilt að halda sérstök endurtektarpróf sem eru tekin samtímis sjúkraprófum. Sálfræðideildin nýtir sér ekki þessa heimild. Falli nemandi í prófi í sálfræðideild þarf hann að sitja námskeiðið aftur ári síðar, þetta seinkar útskrift um heilt ár. Þessi seinkun getur reynst dýrkeypt fyrir stúdentinn og samfélagið sem heild. Til dæmis myndi fall í tölfræði á fyrsta misseri hafa það í för með sér að …

Er Stúdentaráð bitlaust vopn í baráttu stúdenta?

Atli Elfar Helgason Pistlar

Kæri stúdent. Frá árinu 1988 hefur Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, boðið fram efnilegt og frambærilegt fólk á lista til setu í Stúdentaráði. Röskva hefur alla tíð lagt höfuðáherslu á jafnrétti allra til náms í hagsmunabaráttu sinni í þágu stúdenta og hefur sú stefna endurspeglast í þeirri vinnu sem Röskvuliðar hafa unnið af hendi innan Stúdentaráðs. Þær árlegu kosningar sem nú fara fram og úrslit þeirra munu því leiða í ljós hvers konar afl mun verða við völd í hagsmunabaráttu stúdenta næsta árið og hvaða áherslur munu þar liggja að baki. Stúdentaráð er baráttutæki sem sinnir hagsmunagæslu stúdenta og …

Spurt og svarað

Atli Elfar Helgason Pistlar

Nú standa eflaust flestir nemendur háskólans á öndinni. Spennan hefur fyrir löngu síðan læst sér í fólk og nú nálgast stundin óðfluga. Tryllingslegur spenningur liggur í loftinu því nú fer að líða að kosningum. Auðvelt er að sjá fyrir sér háskóla nemendur sem hafa vart stjórn á kæti sinni er þau lesa þessar línur, grípa blaðið líklega þéttingsfast og reyna að halda aftur af húrra hrópunum (því þau eiga sér víst stað og stund). Ef þú fyllist ekki slíkri kæti er hugsanlegt, í raun líklegt, að þú vitir einfaldlega ekki nóg um komandi kosningar. Það er sem betur fer lítið …

Umhverfis fasistinn

Atli Elfar Helgason Pistlar

„Is it too late now to say sorry umhverfi?“ Spyr ég sjálfa mig þegar ég hugsa til framtíðar umhverfismála við Háskóla Íslands. Með hækkandi Röskvusól á himni hef ég fulla trú á því að við verðum leiðandi í þessum málum. Háskóli Íslands er stærsta menntastofnun landsins og innan veggja hans finnst fólk sem er leiðandi á sínu fræðasviði í alþjóðasamfélaginu. Umhverfisstefna skólans er í dag heldur óljós og sama á við þegar horft er til Stúdentaráðs. Undanfarið hefur þó margt gott gerst sem gaman er að segja frá. Endurvinnslukerfið er til dæmis að fara í gegnum breytingar til hins betra (bíðið spennt) til að auðvelda …

Where are Ü now, nýr spítali?

Atli Elfar Helgason Pistlar

Í umræðunni um heilbrigðiskerfið undanfarið hefur bygging nýs spítala oft borið á góma. Staðsetning nýs spítala hefur verið rædd með tilliti til kostnaðar, aukins umferðarþunga, nýtingar gamalla bygginga og kostnaðar við óbreytt ástand. Það sem hefur hins vegar lítið verið rætt er mikilvægi tengsla Landspítalans við nemendur í Háskóla Íslands. Samkvæmt niðurstöðum könnunar Sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem gerð var á klínísku námi við Landspítala – Háskólasjúkrahús í haust voru aðeins 22% nemenda sammála því að aðstaða til verknáms væri við hæfi. Með aðstöðu er átt við alls kyns aðstöðu á spítalanum, allt frá búningsklefum nemenda til rýmis fyrir …

Tilgerðar-leikarnir

Atli Elfar Helgason Pistlar

Við lestur á útgefnum stefnuskrám fylkinganna tveggja verður ekki ljóst hvaða málefni það eru sem helst skilja fylkingarnar að. Í flestum efnum virðast markmiðin vera svipuð“ „Það er einn helsti veikleikinn á starfi [Stúdentaráðs] að umbjóðendurnir fylgjast illa með því sem þar fer fram.“ Þessar tilvitnanir hér að ofan gætu allt eins varðað umfjöllun um Stúdentaráðskosningar frá því í gær, en birtust reyndar árið 1988 í kosningaumfjöllun Morgunblaðsins þegar Röskva bauð sig fyrst fram, sameinuð úr tveimur stúdentafylkingum, gegn Vöku. Þannig að hlutirnir hafa þá ekkert breyst í tæp 28 ár? Auðvitað hefur Stúdentaráð breytt mörgu innan Háskólans og bætt hag …

Miskynjað af kerfinu

Atli Elfar Helgason Pistlar

Í sumar lagðist ég í það verkefni að kynna mér aðstöðu trans fólks, bæði innan heilbrigðiskerfisins og samfélagsins almennt. Eitt af því sem sló mig mest er að á ýmsum stöðum eru þessir einstaklingar rangnefndir og jafnvel miskynjaðir af kerfinu. Lánaþjónustur, bankar, apótek – og Strætó, til að nefna nokkur dæmi, fylgja því nafni sem bundið er við kennitöluna í þjóðskrá. Ómögulegt er að breyta því fyrr en eftir læknisfræðilegt mat og ferli sem tekur 18 mánuði í það minnsta. Það þola ekki allir það ferli eða hafa ekki enn klárað það svo víða miskynjar kerfið þau. Þannig er það …

Kveðja frá ritstýru Röskvu

Atli Elfar Helgason Pistlar

Kæru samnemendur, velkomin aftur til starfa. Ég vona að haustið hafi farið vel af stað hjá ykkur og að þið séuð öll jafn spennt og ég fyrir kaffiþambinu sem bíður, kaffið drekkur sig jú ekki sjálft. Þið voruð eflaust öll farin að sakna lægðanna og stormanna líkt og ég, en blessunarlega þurftum við ekki að örvænta lengi. Í upphafi annar velti ég fyrir mér námi. Nám. NÁM. Námið. Erfitt nám. Auðvelt nám. SKÍTLÉTT nám. Ég hef nefnilega stundum velt fyrir mér hvort það nám sem er flokkað sem „léttara“ nám, sé létt vegna þess að það er svo skemmtilegt. Auðvitað …

„Þetta er hugvekja” eftir Elínborgu Hörpu Önundardóttur

Atli Elfar Helgason Pistlar

Stúdentar! (Vonandi fyrirgefið þið mér fyrir að byrja þetta svona… ég er bara svolítið veik fyrir ávörpum í byltingarstíl). Núna á mánudaginn, þann 13. apríl, fara fram kosningar um rektor Háskóla Íslands og við eigum 30% atkvæða. Slíkar kosningar hafa ekki átt sér stað síðustu 10 ár og líklegast eru önnur 10 ár í næstu kosningar. Já, ég ætla að gerast djörf og segja það: ég er mun spenntari fyrir þessum fágætu kosningum en ég var fyrir sólmyrkvanum ágæta hér um daginn. Fyrst í stað kom það mér því í algjörlega opna skjöldu (ó, einfeldningurinn sem ég er) þegar margir …

„Eiga diplómanemar ekki skilið sömu réttindi?” eftir Michel Thor Masselter

Atli Elfar Helgason Pistlar

Ég vel Röskvu af því ég vil jafnrétti í skólamálum. Allir nemendur Háskóla Íslands ættu að útskrifast á sama tíma en þegar kemur að útskriftarathöfninni, þá erum við diplómanemar einir og sér í Stakkahlíðinni. Diplómanám er hæsta stig menntunar sem er í boði fyrir fólk með þroskahömlun og að svo stöddu sitja ekki allir við sama borð innan Háskóla Íslands. Í flestum deildum er námið til þriggja ára en hjá okkur í diplómanámi er það bara tvö ár, ég vil sjá til þess að í framtíðinni fáum við að læra jafn lengi. Það ætti einnig að hleypa fólki með þroskahömlun …