(Tungu)Málalaus Háskóli? – Ákall til stjórnar Háskóla Íslands

Atli Elfar Helgason Pistlar

Háskóli Íslands hefur verið talsvert í fréttum á nýliðnu ári hvað varðar vinsældir ákveðinna fræðigreina, til að mynda lögfræði og hagfræði. Vakin hefur verið athygli á hvernig of hár fjöldi nemenda getur komið niður á gæðum náms og kennslu. Umræðan er brýn en ekki eiga allar deildir við Háskólann við þennan vanda að etja heldur fullkomna andstæðu hans, það er fámenni á ákveðnum námsleiðum. Sú deild sem á líklega helst undir högg að sækja er Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda (DET). Háskóli Íslands er eina menntastofnun landsins sem býður upp á tungumálanám á háskólastigi. Norðurlandamálin eru kennd, ásamt ensku, …

„Ber er hver að baki nema sér bróður eigi” eftir Elís Orra Guðbjartsson, kosningastjóra Röskvu

Atli Elfar Helgason Pistlar

Allt frá stofnun Stúdentaráðsins árið 1920 hefur það starfað sem þrýstiafl, barist fyrir hagsmunum stúdenta og verið þeirra málsvari gagnvart þeim sem áhrif hafa á stefnu háskólans. Í dag skiptist Stúdentaráðið í fimm sviðsráð, sem innihalda 27 manns í heildina. Fjögur þeirra hafa fimm einstaklinga hvert en félagsvísindasviðsráðið, stærsta sviðið, sjö. Líkt og stéttarfélög starfa fyrir landsmenn, þá starfa Stúdentaráðsliðar fyrir nemendur – sendimenn hugmynda. Þeir starfa í þínu umboði, í okkar umboði, og ber skylda að gefa rödd nemenda byr undir báða vængi. Þeim ber skylda að leyfa rödd nemenda að hefja sig á loft og veita hugmyndum okkar …

„Vilt’ekki vera með?” eftir Ólaf Björn Tómasson

Atli Elfar Helgason Pistlar

Kæri þú, Nú nálgast kosningar óðfluga og þú hefur örugglega tekið eftir auknum sýnileika þeirra fylkinga sem sækjast eftir umboði þínu til Stúdentaráðs. Alls staðar að kemur þetta fólk með kaffiborðin sín, brosandi út í eitt með barmmerki á sparifötunum og bæklinga við hönd. Spurningin er þó hverju frambjóðendur hyggjast betrumbæta  við Háskóla Íslands eftir að einhverjir þeirra taka við stöðu innan Stúdentaráðs. Sjálfur er ég fullur tilhlökkunar fyrir komandi kosningum til Stúdentaráðs; þetta eru tímamót sem marka þá leið sem við, nemendur Háskóla Íslands, viljum halda í átt að. Við viljum að þessar kosningar hafi víðtækari afleiðingar en ella. …

„Umboðskeðjan” eftir Eyrúnu Fríðu Árnadóttur

Atli Elfar Helgason Pistlar

Ísland er, samkvæmt nýjustu útreikningum, langt á eftir öðrum sambærilegum löndum þegar kemur að fjármögnun menntakerfisins og þá sérstaklega á háskólastigi. Ef litið er til nýjustu útreikninga erum við 36 prósentustigum undir meðaltalinu ef miðað er við OECD löndin. Þegar þessar tölur voru kynntar nú í haust lýsti Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, því yfir að markmiðið sé að jafna þetta umrædda meðaltal. Þessi yfirlýsing Illuga er vissulega jákvæð í eðli sínu. Hún vekur upp drauma um háskóla án niðurskurðar og námslán sem geta séð stúdentum fyrir raunverulegu lífsviðurværi. Háskóla þar sem lagt er kapp við að hafa námið sem …

„Úr vörn í sókn” eftir Bjart Steingrímsson, varaformann Röskvu

Atli Elfar Helgason Pistlar

Nú styttist í árlegar kosningar í Háskóla Íslands til Stúdentaráðs sem haldnar eru 4. og 5. febrúar næstkomandi. Í Stúdentaráði sitja kjörnir fulltrúar stúdenta og starfa þeir í því umboði sem rödd og armur stúdenta í hagsmunabaráttu sinni, bæði innan veggja skólans sem utan. Þessir fulltrúar stúdenta vinna síðan ötullega að því að bæta hlut stúdenta, bæði með tilliti til gæða náms og umhverfis í Háskólanum en einnig með því að glíma við þau mál sem líkleg eru til að ganga þvert gegn hagsmunum þeirra.  Í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem skapast hefur í kjörum stúdenta og rekstri vinnustaðar þeirra, …

„Dropinn sem fyllir hafið” eftir Valgerði Bjarnadóttur

Atli Elfar Helgason Pistlar

Álit háskólanemenda á stúdentapólitík er misjákvætt. Sumir eiga erfitt með að sjá tilgang með Stúdentaráði og álíta það jafnvel eintóman skrípaleik og framapot. Flestir sem hafa kynnt sér málin átta sig þó á því að Stúdentaráð er mikilvægt þrýstiafl og í raun einn af fáum möguleikum nemenda til að láta rödd sína heyrast. Háskólanemendur eiga sér engann talsmann á Alþingi og því er mikilvægt að hafa sterkt afl sem hefur hagsmuni stúdenta að leiðarljósi. Áður en ég hóf störf með Röskvu hafði ég í raun litla hugmynd um hvað það væri sem Stúdentaráð gerði. Í Röskvu- og Stúdentaráðsstarfinu kynntist ég …

„Fjöðrin sem gæti orðið að hænu” eftir Sunnu Mjöll Sverrisdóttur, oddvita Röskvu

Atli Elfar Helgason Pistlar

Nú hef ég setið sem oddviti Röskvu í Stúdentaráði í næstum ár. Ég hef kynnst frábæru fólki í báðum fylkingum og lært heilan helling af þessu öllu saman. Ég hef tekist á við áskoranir, kvatt alla feimni og boðið aukinn kjark velkominn. Þrátt fyrir að það sé gott og gilt að hagsmunabarátta stúdenta fílefli fólkið sem tekur þátt í henni, þá snýst hún ekki um það. Hún snýst um að standa vörð um gæði Háskólans og þá nemendur sem skólann sækja. Það eru óteljandi mál sem koma upp, sum stór og önnur minni. Við erum í rifrildinu endalausa við stjórnvöld …

„Átt þú heima í Röskvu” eftir Stellu Rún Guðmundsdóttur

Atli Elfar Helgason Pistlar

Þegar ég hóf göngu mína í Háskóla Íslands hafði ég óljósar hugmyndir um starfsemi Röskvu. Ég hafði reyndar flotið með á Svitaball Röskvu árið áður og dansað í hópi skælbrosandi Röskvuliða. Samheldnin í hópnum hreif mig og ég vissi að mig langaði að tilheyra þessari heild þó ég hefði ekki hugmynd um hvað þau stæðu fyrir annað en að halda lífi í afleitasta klæðnaði 8. áratugarins. Í haust lét ég svo slag standa og mætti á minn fyrsta Röskvufund. Ég get ekki neitað því að hafa verið stressuð; hvaða forsendur hafði ég fyrir því vera þarna? Röskva tók mér hins …

„Rauði þráðurinn: Allir ættu að sitja við sama borð” eftir Heiði Önnu Helgadóttur

Atli Elfar Helgason Pistlar

Jafnrétti hefur ávallt verið mér afar kært og oft hefur mér misboðið við að horfa upp á hvers konar mismunun af völdum félagslegra eða líffræðilegra eiginleika. Þessi ákafi áhugi minn á jafnrétti var ein ástæða þess að ég ákvað að slást í lið með Röskvu. Jafnrétti er nefnilega einkar víðfemt viðfangsefni, snertir á mjög mörgu innan háskólasamfélagsins og er sérstaklega mikilvægt í ljósi hins sérlega fjölmenna og fjölbreytta hóps einstaklinga sem þrífst innan þess. Jafnrétti til náms ætti að vera sjálfsagt. Nám ætti að vera á færi allra sem áhuga hafa; ekki einungis þeirra sem hafa efni á því, eiga …

„Hvers vegna ekki ópólitísk?” eftir Elínborgu Hörpu Önundardóttur

Atli Elfar Helgason Pistlar

Stundum, þegar ég hugsa um heiminn, fæ ég minnimáttarkennd. Suma daga virðist mér heimurinn sem ég lifi í ekki vera neitt annað en óskilgreindur blekkingarvefur ofinn af tímanum og að mannlegar sálir hafi þar ekki annan tilgang en að svífa um í fullkomnu stefnu- og skilningsleysi. Þá virðist mér heimurinn í dag hvorki skárri né verri en hann var fyrr á tímum og að ég, sem hið minnsta peð, eigi minna erindi í þennan veruleika heldur en maurinn, sem þekkir þó a.m.k. eigið hlutverk. ,,Gjörðir mínar og skoðanir breyta engu,” hef ég hugsað með mér þar sem ég skrolla niður …