Hugvísindasvið

FRAMBJÓÐENDUR

Image

1. Rakel Anna Boulter
Almenn bókmenntafræði

Image

2. Draumey Ósk Ómarsdóttir
Íslenska

Image

3. Magnús Orri Aðalsteinsson
Enska


Varafulltrúar

Image

Lilja Reykdal Snorradóttir
Heimspeki

Image

Aleksandra Veilbakh
Íslenska sem annað mál

Image

Símon Birgir Stefánsson
Rússneska


Stefnumál

Hvað erum við búin að gera?

Röskvuliðar í sviðsráði réðust í upplýsingarherferð til þess að brýna fyrir nemendum og kennurum að hægt sé að nota prófanúmer.

Röskvuliðar í sviðsráði réðust í upplýsingarherferð til þess að vekja athygli á mikilvægi prófasýninga auk þess að birting einkunna og kennsluáætlanna sé tímanleg.

Nýrri lyftu var komið fyrir í Árnagarði eftir þrýsting frá Röskvuliðum í sviðsráði hugvísindasviðs.

Lokapróf í desember 2020 voru nánast að öllu leyti rafræn eftir mikinn þrýsting frá sviðsráði.

 

Hvað erum við að gera? 

Krafa nemenda um greinargóðar upplýsingar um BA-ritgerðarskrif yrðu auðveldlega aðgengilegar liggur nú á borði kennslumálanefndar sviðsins.

Fyrirhuguð er aðgengisskoðun á Árnagarði.

Í samstarfi við Alþjóðanefnd og alþjóðafulltrúa SHÍ var send út könnun á erlenda nemendur innan sviðsins þar sem þeim gafst tækifæri að tjá sig um námsumhverfi háskólans. Markmiðið er að nýta könnuna til þess bæta námsumhverfi erlendra nemenda.

Haldið verður áfram að gera Stúdentaráð og sviðsráðið sýnilegra fyrir nemendum hugvísindasviðs.

 

Hvað ætlum við að gera?

Við ætlum okkur að viðhalda þrýstingi hvað varðar að upptökupróf verði tekin upp á sviðinu. Röskva hefur leitt til breytinga á reglum skólans með því að tryggja öllum sviðum heimild til að halda sjúkra- og endurtökupróf. Þeim reglum var breytt í ársbyrjun 2020 og því ætti fimm mánaða bið eftir próftökum að heyra til undantekninga. Hugvísindasvið hefur hins vegar ekki fallist á óskir nemenda að endurtektarpróf verði tekin upp á sviðinu og sviðið nýtt sér undanþáguheimild frá reglunum. Röskva krefst þess að felld verði út undanþáguheimild um að deildum sé heimilt að halda sjúkra- og endurtökupróf vegna haustmisserisprófa í maí. Það er staðreynd að háskólaráð samþykkti breytingar á reglunum til að gæta jafnræðis og auka samræmingu milli fræðasviða.

Við ætlum okkur að vekja athygli á sviðinu og því mikilvæga námi sem það býður upp á með því til að mynda að upphefja nýnemadaginn.

Við ætlum að viðhalda okkar þrýstingi um endurbætur á byggingu Árnagarðs sem og aðkomu stúdenta að byggingu Húss íslenskunnar.

Háma er nú ekki lengur innan bygginga sem er hvað mest notaðar af nemendur hugvísindasviðs. Við ætlum að beita okkur fyrir endurkomu Hámu fyrir nemendur sviðsins sem og staðsetningu Hámu innan Húss íslenskunnar.

 

What have we achieved?

Röskva members on the school board launched a campaign to urge students and teachers to use student numbers.

Röskva members on the school board

launched a campaign to publicize the importance of exam showings as well as the importance of grades and syllabi being announced in a timely manner.

A new elevator was installed in Árnagarður, thanks to pressure from Röskva members on the school board.

Final exams in December of 2020 were almost entirely in electronic from after huge pressure from Röskva members on the school board.

 

What are we working on?

Students demand for clear thesis paper guidelines being accessible is now being considered by
the Academic Affairs committee.

A planned accessibility inspection of Árnagarður.

In collaboration with the International Affairs committee and the Student Council’s international representative, a survey was sent out to the department's international students where they were given the opportunity to speak on the university’s study environment. The goal is to use the survey to improve international students’ study environment.

Continuing in making the Student Council and school board more public within the School of Humanities.

 

What are we going to do?

We will continue to fight for the implementation of make-up exams within the school. Röskva has assured changes in the university rules, giving all schools the option of having make-up exams. Those rules were changed at the start of 2020 and so a five month wait for make- up exams should be the exemption. The School of Humanities has however not agreed to students demands to implement make-up exams and has made use of an exemption from these rules. Röskva demands that this rule, for exempting from make-up exams in May, be abolished and for the school to allow make-up exams. It is known that the University Council approved these changes to ensure quality and interdisciplinary coordination.

We plan to publicize the department and the important education it conducts by reinstating New Student Day.

We will continue pushing for improvement in Árnagarður’s housing as well as student collaboration in the new House of Icelandic.

Háma is no longer accessible within Humanities’ most used buildings. We strive towards Háma’s rebuilding for the departments students as well as a quality location for Háma inside the new building.

 


Síðast uppfært 20. mars 2022