FS breytir reglum um framleigu stúdentaíbúða

VefstjoriRoskvu Pistlar

Röskva fagnar árangri!
Jónas Már Torfason, fyrrum stúdentaráðsliði Röskvu og núverandi framkvæmdastjóri SHÍ, flutti tillögu um framleigu á stúdentaíbúðum í Stúdentaráði sl. vetur sem nú hefur komist til framkvæmda. Breytingar á úthlutunarreglum um framleigu á stúdentaíbúðum á stúdentagörðunum voru samþykktar en framleiga hefur áður verið óheimil. Nú verður í boði að sækja um leyfi til framleigu yfir sumartímann.

Röskvu þykir þetta gleðileg tíðindi fyrir stúdenta og fagnar því þegar stefnumál Röskvu birtast í framkvæmd. Við vonum innilega að breytingarnar verði öllum til farsældar. Við teljum þær einnig vera gott dæmi um nauðsyn og mikilvægi hagsmunabaráttu stúdenta. Við höfum raunveruleg áhrif.