Sambærilega þjónustu í Stakkahlíð

VefstjoriRoskvu Pistlar

Ágúst Arnar Þráinsson, oddviti Röskvu á Menntavísindasviði.

Jafnrétti til náms er eitt af því sem Röskva berst alltaf fyrir að sé með besta móti! En hvað felst í því? Það þarf að tryggja að fólk í öllum stéttum samfélagsins eigi möguleika á að mennta sig. Þar að auki eiga nemendur ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort að þeir muni komast inn í eða út úr kennslustofum, það á að vera sjálfsagt frekar en að það þurfi að gera sérstakar ráðstafanir. Það á að vera forgangsverkefni að láta fólki líða vel í sínu námi, andlega sem og líkamlega. Við gerum fyrir vikið þá kröfu að nemendur geti leitað til fagaðila en eins og staðan er í dag er aðeins einn sálfræðingur starfandi í HÍ og hann er í hálfu starfi. Þetta þarf að laga.

Ég vil berjast fyrir því að nemendur á Menntavísindasviði hafi sambærilega þjónustu og nemar sem eru nær Háskólasvæðinu. Margir nemendur okkar sviðs stefna á að hafa áhrif á fólk og tryggja þarf að við séum að fá bestu mögulegu verkfærin í verkfærakistuna okkar. Það á að vera krafa okkar að kennarar séu á tánum og þekki nýjar hugmyndir sem eru að ryðja sér til rúms. Já, svo er ykkur öllum boðið að kíkja í heimsókn í kosningaskrifstofuna okkar að Suðurgötu 10.