Stuðningsyfirlýsing Röskvu við SHÍ vegna LÍN

VefstjoriRoskvu Pistlar

Röskva tekur heilshugar undir með ályktun Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna úthlutnarregla Lánasjóðs íslenskra námsmanna 2018-2019.
Vinnubrögð mennta- og menningarmálaráðherra voru óforsvaranleg líkt og fram kemur í bókun fulltrúa námsmanna í stjórn LÍN: “Stjórn LÍN fékk innan við klukku­tíma til þess að taka afstöðu til þeirra breyt­inga sem ráð­herra vildi gera á til­lögum stjórnar LÍN á úthlut­un­ar­regl­un­um. “ en bókunina má sjá í heild sinni hér: https://kjarninn.is/…/2018-03-31-lysa-yfir-vonbrigdum-med-…/
Þá eru sérstök vonbrigði að frítekjumark námsmanna standi enn í 930.000 krónum fyrir skatt. Það er óboðlegt að námsmenn megi ekki þéna meira en 930.000 krónur án þess að námslán þeirra skerðist. Þegar lágmarkslaun í landinu eru komin í 300.000 krónur á mánuði fyrir skatt er ljóst að flest öll námslán sem verða veitt á árinu 2018-2019 munu skerðast verulega. Þá er í besta falli sérkennilegt að ekki sé veitt 100% framfærsla til námsmanna. Hækkun úr 92% í 96% er ekki sú hækkun sem stúdentar hafa krafist né sú hækkun sem stjórn LÍN gerði tillögu um. Tillaga stjórnar LÍN var sú að veitt yrði 100% framfærsla. Ráðherra féllst ekki á tillöguna og var niðurstaðan 96% hækkun. Námsmenn eiga ekki að þurfa að lifa á 96% reiknaðrar grunnframfærslu sem verður samkvæmt úthlutunarreglunum um 184.000 krónur á mánuði. Þá telur Röskva einnig brýnt að reiknuð grunnframfærsla verði endurskoðuð.
Röskva lýsir yfir vonbrigðum með úthlutunarreglurnar og leggur áherslu á að hlustað sé á rödd stúdenta. Lánasjóður íslenskra námsmanna er til fyrir tilstilli námsmanna og verður því að koma til móts við þá svo þeir sitji ekki eftir. Til þess að jafnrétti til náms sé tryggt verður LÍN að starfa sem raunverulegur jöfnunarsjóður en það á að vera hlutverk hans lögum samkvæmt. Í þessu ástandi sinnir hann ekki því hlutverki.
Finna má stefnu Röskvu um lánasjóðsmál hér: