Tilgerðar-leikarnir

Atli Elfar Helgason Pistlar

Við lestur á útgefnum stefnuskrám fylkinganna tveggja verður ekki ljóst hvaða málefni það eru sem helst skilja fylkingarnar að. Í flestum efnum virðast markmiðin vera svipuð“ „Það er einn helsti veikleikinn á starfi [Stúdentaráðs] að umbjóðendurnir fylgjast illa með því sem þar fer fram.“ Þessar tilvitnanir hér að ofan gætu allt eins varðað umfjöllun um Stúdentaráðskosningar frá því í gær, en birtust reyndar árið 1988 í kosningaumfjöllun Morgunblaðsins þegar Röskva bauð sig fyrst fram, sameinuð úr tveimur stúdentafylkingum, gegn Vöku. Þannig að hlutirnir hafa þá ekkert breyst í tæp 28 ár? Auðvitað hefur Stúdentaráð breytt mörgu innan Háskólans og bætt hag …

Miskynjað af kerfinu

Atli Elfar Helgason Pistlar

Í sumar lagðist ég í það verkefni að kynna mér aðstöðu trans fólks, bæði innan heilbrigðiskerfisins og samfélagsins almennt. Eitt af því sem sló mig mest er að á ýmsum stöðum eru þessir einstaklingar rangnefndir og jafnvel miskynjaðir af kerfinu. Lánaþjónustur, bankar, apótek – og Strætó, til að nefna nokkur dæmi, fylgja því nafni sem bundið er við kennitöluna í þjóðskrá. Ómögulegt er að breyta því fyrr en eftir læknisfræðilegt mat og ferli sem tekur 18 mánuði í það minnsta. Það þola ekki allir það ferli eða hafa ekki enn klárað það svo víða miskynjar kerfið þau. Þannig er það …

Kveðja frá ritstýru Röskvu

Atli Elfar Helgason Pistlar

Kæru samnemendur, velkomin aftur til starfa. Ég vona að haustið hafi farið vel af stað hjá ykkur og að þið séuð öll jafn spennt og ég fyrir kaffiþambinu sem bíður, kaffið drekkur sig jú ekki sjálft. Þið voruð eflaust öll farin að sakna lægðanna og stormanna líkt og ég, en blessunarlega þurftum við ekki að örvænta lengi. Í upphafi annar velti ég fyrir mér námi. Nám. NÁM. Námið. Erfitt nám. Auðvelt nám. SKÍTLÉTT nám. Ég hef nefnilega stundum velt fyrir mér hvort það nám sem er flokkað sem „léttara“ nám, sé létt vegna þess að það er svo skemmtilegt. Auðvitað …