Samþætt ábyrgð stúdenta og stofnana

VefstjoriRoskvu Pistlar

Helga Lind Mar, 2. sæti á lista Röskvu til háskólaráðs. Ég vil komast inn í háskólaráð. Ég trúi að ég hafi bæði reynsluna, þekkinguna og þrjóskuna til að standa með stúdentum, tryggja að hagsmunir þeirra heyrist og berjast fyrir því að Háskóli Íslands uppfylli betur þá samfélagslegu ábyrgð sem ég tel hann eiga að axla. Frá því að ég hóf afskipti af stúdentapólitík árið 2012 hefur viðhorf mitt snarbreyst. Raddir stúdenta eiga ekki bara að heyrast þegar réttindi þeirra sjálfra eru virt að vettugi, stúdentar geta og eiga að vera öflug samfélagsrödd sem krefjast samfélagsbreytinga. Sem stúdentar erum við stór …