Nefndir SHÍ
Fastanefndir Stúdentaráðs Háskóla Íslands eru níu talsins, en þær eru Alþjóðanefnd, Félags- og menningarnefnd, Fjármála- og atvinnulífsnefnd, Fjölskyldunefnd, Jafnréttisnefnd, Kennslumálanefnd, Lagabreytinganefnd, Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd og Umhverfis- og samgöngunefnd.
Röskva á tvö sæti í hverri fastanefnd Stúdentaráðs, fyrir utan Nýsköpunar-og frumkvöðlanefnd (eitt sæti). Röskva hefur einnig forsæti í 6 nefndum miðað við niðurstöður kosninga til Stúdentaráðs 2020.
Röskvuliðar í nefndum SHÍ árið 2022-2023 eru eftirfarandi:
Alþjóðanefnd SHÍ:
Alþjóðanefnd Stúdentaráðs sér um hagsmuni erlendra stúdenta við HÍ og mál íslenskra stúdenta erlendis. Alþjóðafulltrúi SHÍ er forseti nefndarinnar.
Röskvuliðar í alþjóðanefnd:
Katrín Le Roux Viðarsdóttir
Sigrún Hrönn Möller Bolladóttir
Félagslífs- og menningarnefnd SHÍ:
Nefndin sér um skipulagningu og framkvæmd helstu félagsviðburða sem Stúdentaráð stendur fyrir. T.d. Októberfest og Fyndnasta háskólanemann.
Röskvuliðar í félagslífs- og menningarnefnd:
Guðríður Elísa Pétursdóttir(forseti)
Ármann Leifsson
Fjármála- og atvinnulífsnefnd SHÍ:
Nefndin tekur til meðferðar ýmis fjárhagsleg hagsmunamál stúdenta, t.d. lánasjóðsmál og atvinnumál. Nefndin vinnur einnig náið að málefnum er varða tengingu við atvinnulífið, t.d. Atvinnudaga í samstarfi við Náms- og starfsráðgjöf.
Röskvuliðar í fjármála- og atvinnulífsnefnd:
Embla Rún Halldórsdóttir
Ýr Aimée Gautadóttir Presburg
Fjölskyldunefnd SHÍ:
Nefndin fer með hagsmunamál stúdenta sem eru foreldrar og vinnur að bættu umhverfi fyrir fjölskyldufólk innan skólans.
Röskvuliðar í fjölskyldunefnd:
Linda Rún Jónsdóttir
Mikael Berg Steingrímsson
Jafnréttisnefnd SHÍ:
Nefndin sér um að standa vörð um jafnrétti stúdenta vivð háskólann. Forseti nefndarinnar á sæti í jafnréttisnefnd Háskóla Íslands..
Röskvuliðar í jafnréttisnefnd:
Jón Ingvi Ingimundarson (forseti)
Ólöf Soffía Eðvarðsdóttir
Kennslumálanefnd SHÍ:
Nefndin tekur til meðferðar framkvæmd Kennslumálaþings SHÍ í samstarfi við kennslumálanefnd HÍ, gæðanefnd HÍ og Kennslumiðstöð HÍ ásamt því að kynna nám og kennslu við skólann. Forseti nefndarinnar á sæti í kennslunefnd Háskóla Íslands..
Röskvuliðar í kennslumálanefnd:
Rakel Anna Boulter (forseti)
Dagmar Ólafsdóttir
Dagný Þóra Óskarsdóttir
Diljá Ingólfsdóttir
Ísak Kárason
Lagabreytinganefnd SHÍ:
Nefndin hefur það hlutverk að endurskoða lög Stúdentaráðs og Stúdentasjóðs og leggja fram tillögur til breytinga á þeim, ef þörf þykir. Nefndin skal líta til þess að lögin séu skýr, aðgengileg, samræmd og tryggi skilvirkni í störfum Stúdentaráðs.
Röskvuliðar í lagabreytinganefnd:
Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir (forseti)
Rannveig Klara Guðmundsdóttir
Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd SHÍ:
Nefndin hefur það hlutverk að efla nýsköpunar- og frumkvöðlastarf meðal nemenda Háskóla Íslands. Nefndin vinnur náið með Icelandic Startups og kemur verkefnum þeirra á framfæri meðal háskólanema. Nefndin hefur m.a. tekið að sér verkefni innan Gulleggsins og Student Talks.
Röskvuliðar í nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd:
Telma Rut Bjargardóttir (forseti)
Umhverfis- og samgöngunefnd SHÍ:
Nefndin tekur til meðferðar mál er tengjast umhverfis- og sjálfbærnismálum sem og samgöngumálum stúdenta. Forseti nefndarinnar situr í umhverfis- og sjálfbærninefnd Háskóla Íslands.
Röskvuliðar í umhverfis- og samgöngunefnd:
Dagmar Óladóttir (forseti)
Maggi Snorrason
Elísabet Unnur Gísladóttir
Sindri Freyr Ásgeirsson
Síðast uppfært 27. september 2022